Hefur maðurinn ódauðlegan anda?
Hefur maðurinn ódauðlegan anda?
ER LÍF eftir dauðann? Þessi spurning hefur leitað á manninn um þúsundir ára. Í aldanna rás hafa menn í öllum heimshornum velt henni fyrir sér og alls konar hugmyndir hafa orðið til.
Margir álíta að maðurinn hafi einhvern „anda“ innra með sér sem lifi áfram þegar líkaminn deyr. Er þetta rétt? Er eitthvað innra með okkur sem lifir af líkamsdauðann? Hvað er andinn í manninum? Hvað verður um hann þegar við deyjum? Biblían, sem er innblásið orð Guðs, gefur skýr og skynsamleg svör við þessum spurningum.
Hvað er andinn?
Orðið, sem þýtt er „andi“ í Biblíunni, merkir fyrst og fremst „andardráttur“. Hugsunin í orðinu er þó ekki bundin við öndun eina sér. Biblíuritarinn Jakob segir til dæmis að ,líkaminn sé dauður án anda‘. (Jakobsbréfið 2:26) Andinn er sem sagt lífskraftur líkamans.
Þessi lífskraftur hlýtur að vera annað og meira en loftið sem við öndum að okkur og frá, vegna þess að frumur líkamans lifa áfram um stund eftir að öndunin hættir — „í nokkrar mínútur“ að sögn The World Book Encyclopedia. Það er þess vegna sem oft er hægt að endurlífga fólk og hægt er að flytja líffæri úr einum manni í annan. Hins vegar er ekki hægt að endurlífga mann eftir að lífskrafturinn í frumum líkamans er slokknaður. Þá er ekki hægt að endurlífga eina einustu frumu. Andinn er sem sagt hinn ósýnilegi lífskraftur eða lífsneisti sem heldur Jobsbók 34:14, 15.
lífi í frumunum. Og öndunin viðheldur lífskraftinum. —Er lífsandann aðeins að finna í mönnum? Biblían svarar því skýrt og skilmerkilega. Salómon konungur skrifaði: „Hver veit, hvort andi mannanna fer upp á við, en andi skepnunnar niður á við til jarðar?“ (Prédikarinn 3:21) Biblían segir með öðrum orðum að bæði menn og dýr hafi anda. Hvernig getur það verið?
Það má líkja andanum eða lífskraftinum við rafstraum í vél eða tæki. Rafstraumurinn er ósýnilegur og getur haft margs konar verkun, allt eftir því hvernig tæki hann knýr. Í eldavél myndast varmi, í tölvu fer fram gagnavinnsla og útreikningar og í sjónvarpstæki myndast hljóð og myndir. Rafstraumurinn fær samt aldrei form eða eðli tækisins sem hann knýr. Hann er einfaldlega kraftur. Lífskrafturinn tekur ekki heldur á sig einkenni verunnar sem hann lífgar. Hann hefur engan persónuleika og getur ekki hugsað. Bæði menn og skepnur hafa „sama andann“. (Prédikarinn 3:19) Andinn lifir ekki áfram sem andavera á öðru tilverusviði eftir að manneskjan deyr.
Hvað verður þá um okkur við dauðann? Og hvað verður um andann þegar líkaminn deyr?
„Til moldar skalt þú aftur hverfa“
Þegar Adam, fyrsti maðurinn, óhlýðnaðist skipun Guðs vitandi vits sagði Guð honum: „Í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold 1. Mósebók 3:19) Hvar var Adam áður en Jehóva Guð skapaði hann af moldinni? Hann var hvergi. Hann var ekki til. Þegar Jehóva sagði að Adam skyldi ,hverfa aftur til jarðarinnar‘ merkti það að Adam skyldi deyja. Hann átti ekki að flytjast yfir í andaheiminn. Við dauðann yrði hann aftur lífvana og hætti að vera til. Refsingin, sem hann hlaut, var dauði — ekki flutningur yfir á annað tilverusvið. — Rómverjabréfið 6:23.
ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!“ (Hvað um aðra sem hafa dáið? Í Prédikaranum 9:5, 10 kemur skýrt fram hvað gerist við dauðann. Þar segir: „Hinir dauðu vita ekki neitt . . . því að í dánarheimum, þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ Dauðinn er því algert tilveruleysi. Sálmaritarinn lýsti dauða mannanna þannig: „Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að engu.“ — Sálmur 146:4.
Af þessu er ljóst að hinir dánu eru algerlega meðvitundarlausir. Þeir vita ekkert. Þeir geta hvorki séð þig, heyrt í þér né talað við þig. Þeir geta hvorki gert þér gott né illt. Þú þarft ekki að óttast þá. En hvað merkir það að andinn ,líði burt‘ frá manninum þegar hann deyr?
Andinn ,hverfur aftur til Guðs‘
Biblían segir að við dauðann ,hverfi andinn aftur til Guðs sem gaf hann‘. (Prédikarinn 12:7) Ber að skilja þetta svo að einhvers konar andi fljúgi bókstaflega um geiminn alla leið til Guðs? Nei, þegar Biblían talar um að ,hverfa aftur‘ þarf það ekki að merkja bókstaflega færslu frá einum stað til annars. Ótrúum Ísraelsmönnum var til dæmis sagt: „Hverfið aftur til Drottins Guðs yðar.“ (Jóel 2:13) Þeir gátu ,horfið aftur‘ til Guðs í þeirri merkingu að þeir hættu rangri breytni og tækju að lifa eftir réttlátum kröfum hans á nýjan leik. Að ,hverfa aftur‘ fól í sér hugarfarsbreytingu, ekki bókstaflegan flutning frá einum stað til annars.
Þegar andinn „hverfur aftur“ til Guðs við dauðann er ekki heldur um að ræða raunverulegan flutning frá jörð til himna. Höfum hugfast að andinn er lífskrafturinn. Eftir að hann hefur yfirgefið mannslíkamann getur enginn nema Guð gefið hann aftur. Andinn ,hverfur aftur til Guðs‘ í þeirri merkingu að vonir mannsins um að lifna aftur í framtíðinni eru algerlega í hendi Guðs.
Tökum sem dæmi hvað sagt er í Biblíunni um dauða Jesú. Guðspjallaritarinn Lúkas segir: „Þá kallaði Jesús hárri röddu: ,Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!‘ Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann.“ (Lúkas 23:46) Þegar andi Jesú yfirgaf líkamann steig hann ekki bókstaflega upp til himna. Það var ekki fyrr en á þriðja degi sem Jesús var reistur upp frá dauðum og það liðu 40 dagar frá upprisu hans þangað til hann steig upp til himna. (Postulasagan 1:3, 9) Þegar Jesús dó fól hann föðurnum anda sinn í fullu trausti þess að faðir hans gæti gefið honum líf á nýjan leik.
Já, Guð einn getur gefið manninum lífið á nýjan leik og það felur í sér stórfenglega framtíðarvon. — Sálmur 104:30.
Örugg von
„Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust [Jesú] og ganga fram,“ segir Biblían. (Jóhannes 5:28, 29) Jesús Kristur lofaði að allir sem hvíldu í gröfum sínum og Jehóva minntist yrðu reistir upp frá dauðum. Þá fáum við að heyra gleðifréttir af nýupprisnu fólki í stað dapurlegra dánartilkynninga. Það verður unaðslegt að taka á móti ástvinum þegar þeir rísa upp úr gröfum sínum.
Langar þig til að vita meira um vonina sem Guð gefur okkur mönnunum? Þú getur skrifað útgefendum þessa smárits og fengið sendan bæklinginn Andar hinna dánu — geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru?