Hvaða von er um látna ástvini?
Hvaða von er um látna ástvini?
„Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur?“ spurði maður að nafni Job endur fyrir löngu. (Jobsbók 14:14) Kannski hefur þú líka velt þessari spurningu fyrir þér. Hvernig myndi þér líða ef þú vissir að þú gætir hitt aftur látna ástvini þína hér á jörðinni við bestu hugsanleg skilyrði?
Í Biblíunni er þetta loforð: „Menn þínir, sem dánir eru, skulu lifna, . . . rísa upp.“ Og Biblían segir líka: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ — Jesaja 26:19; Sálmur 37:29.
Til að geta treyst slíkum loforðum þurfum við að fá svör við ýmsum spurningum: Hvers vegna deyr fólk? Hvar eru hinir dánu? Hvernig getum við verið viss um að þeir geti lifnað aftur?
Það sem gerist við dauðann
Biblían tekur skýrt fram að í upphafi ætlaði Guð mönnum ekki að deyja. Hann skapaði fyrstu mennina, Adam og Evu, setti þau í jarðneska paradís sem nefnd var Eden og fyrirskipaði þeim að eignast börn og færa út landamæri paradísarinnar, sem þau bjuggu í, þar til hún næði um allan hnöttinn. Þau myndu deyja aðeins ef þau óhlýðnuðust fyrirmælum hans. — 1. Mósebók 1:28; 2:15-17.
Adam og Eva kunnu ekki að meta gæsku Guðs að verðleikum, óhlýðnuðust honum og urðu að taka út það endurgjald sem mælt var fyrir um. „Þú hverfur aftur til jarðarinnar,“ sagði Guð Adam, „því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú 1. Mósebók 3:19) Áður en Adam var skapaður var hann ekki til; hann var mold. Og vegna óhlýðni sinnar eða syndar var hann dæmdur til að hverfa aftur til moldarinnar, til algers tilveruleysis.
aftur hverfa!“ (Dauði er því andstæða lífs, það ástand að vera ekki til. Biblían bendir okkur á andstæður: „Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf.“ (Rómverjabréfið 6:23) Biblían sýnir að dauði er algert meðvitundarleysi og segir: „Þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt.“ (Prédikarinn 9:5) Biblían segir um þá sem deyja: „Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að engu [„og á sömu stundu lýkur allri hugsun hans,“ The New English Bible].“ — Sálmur 146:3, 4.
En það voru aðeins Adam og Eva sem óhlýðnuðust Guði í Eden. Af hverju deyjum við öll? Það kemur til af því að við erum öll fædd eftir óhlýðni Adams og höfum því öll tekið í arf synd og dauða frá honum. Biblían orðar það svona: „Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann [Adam] og dauðinn fyrir syndina, og þannig er dauðinn runninn til allra manna.“ — Rómverjabréfið 5:12; Jobsbók 14:4.
‚En hefur maðurinn ekki ódauðlega sál sem lifir af líkamsdauðann?‘ spyrja sumir. Margir trúa því og segja jafnvel að dauðinn sé upphafið að öðru lífi. En sú hugmynd er ekki frá Biblíunni komin. Orð Guðs kennir að þú sért sál, að sál þín sé þú sjálfur með öllum þínum líkamlegu og huglægu eiginleikum. (1. Mósebók 2:7; ) Biblían segir líka: „Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.“ ( Orðskviðirnir 2:10Esekíel 18:4) Hvergi kennir Biblían að maðurinn hafi ódauðlega sál sem lifi af líkamsdauðann.
Hvernig menn geta lifað aftur
Eftir að synd og dauði héldu innreið sína í heiminn opinberaði Guð þá ætlun sína að vekja hina dánu aftur til lífs. Biblían segir því: „Abraham . . . hugði, að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja [son hans Ísak] upp frá dauðum.“ (Hebreabréfið 11:17-19) Trúartraust Abrahams var ekki veitt óverðugum því að Biblían segir um hinn alvalda: „Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir.“ — Lúkas 20:37, 38.
Já, alvaldur Guð er ekki aðeins þess megnugur að vekja upp frá dauðum þá sem hann velur, hann langar líka til þess. Jesús Kristur sagði: „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram.“ — Jóhannes 5:28, 29; Postulasagan 24:15.
Skömmu eftir að Jesús mælti þessi orð mætti honum líkfylgd á leið út úr borginni Nain í Ísrael. Verið var að bera til grafar ungan mann sem var einkasonur ekkju Lúkas 7:11-17.
einnar. Jesús fann til með ekkjunni í harmi hennar, ávarpaði líkið og skipaði: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!“ Og maðurinn settist upp og Jesús gaf hann móður hans. —Eins og hjá þessari ekkju greip um sig ofsagleði þegar Jesús kom á heimili Jaírusar sem var forstöðumaður í samkunduhúsi Gyðinga. Tólf ára dóttir hans var nýdáin. Þegar Jesús kom á heimili Jaírusar gekk hann að barninu og sagði: „Stúlka, rís upp!“ Og stúlkan gerði það! — Lúkas 8:40-56.
Síðar dó Lasarus, vinur Jesú. Þegar Jesús kom á heimili hans voru liðnir fjórir dagar síðan hann lést. Þótt Marta systir hans væri harmþrungin lét hún í ljós von og sagði: „Ég veit, að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.“ En Jesús gekk að gröfinni, skipaði að steinninn yrði tekinn frá grafaropinu og kallaði: „Lasarus, kom út!“ Og það gerði hann! — Jóhannes 11:11-44.
Hugleiddu nú þetta: Í hvaða ástandi var Lasarus þá fjóra daga sem hann var dáinn? Hann minntist ekki á að hann hefði verið í himneskri sælu eða kvölum vítis sem hann hefði vafalaust gert ef svo hefði verið. Lasarus var dáinn og algerlega meðvitundarlaus, og hefði verið það áfram til ‚upprisunnar á efsta degi‘ hefði Jesús ekki lífgað hann við.
Að vísu höfðu þessi kraftaverk Jesú aðeins stundleg áhrif, því að þeir sem hann reisti upp dóu aftur. Samt sem áður sannaði hann fyrir 1900 árum að dauðir geta lifnað á ný vegna máttar Guðs! Með kraftaverkum sínum sýndi Jesús þannig fram á í smáum mæli það sem gert verður á jörðinni þegar Guðsríki hefur tekið völd.
Þegar ástvinur deyr
Þegar óvinurinn dauði lætur höggið ríða getur sorg þín orðið mikil jafnvel þótt þú þekkir upprisuvonina og treystir henni. Abraham trúði að kona hans myndi 1. Mósebók 23:2) Og hvað um Jesú? Þegar Lasarus dó „komst hann við í anda og varð hrærður mjög.“ Skömmu síðar „grét Jesús.“ (Jóhannes 11:33, 35) Þegar ástvinur deyr er það ekki veikleikamerki þótt þú grátir.
vakna aftur til lífs en samt lesum við að hann hafi ‚harmað Söru og grátið hana.‘ (Að missa barn er sérstaklega erfitt fyrir móðurina. Biblían viðurkennir þann beiska harm sem móðir getur fundið til. (2. Konungabók 4:27) Að sjálfsögðu er barnsmissirinn einnig erfiður föðurnum. „Ó, að ég hefði dáið í þinn stað,“ sagði Davíð konungur harmþrunginn þegar Absalon sonur hans dó. — 2. Samúelsbók 18:33.
Þar sem þú treystir á upprisu lætur þú samt ekki bugast af sorg. Eins og Biblían segir munt þú ‚ekki vera hryggur eins og hinir, sem ekki hafa von.‘ (1. Þessaloníkubréf 4:13) Þess í stað nálægir þú þig Guði í bæn og Biblían lofar að ‚hann muni bera umhyggju fyrir þér.‘ — Sálmur 55:23.
Nema annað sé tekið fram eru allar tilvitnanir í Biblíuna teknar úr íslensku biblíunni frá 1981.