Hver er höfðingi heimsins?
Hver er höfðingi heimsins?
Margur maðurinn myndi svara spurningunni hér að ofan með einu orði — Guð. En það er merkilegt að Biblían segir hvergi að Jesús Kristur eða faðir hans séu hinir raunverulegu höfðingjar þessa heims. Þvert á móti sagði Jesús: „Höfðingja þessa heims [skal] út kastað.“ Og hann bætti við: „Höfðingi heimsins kemur. Í mér á hann ekki neitt.“ — Jóhannes 12:31; 14:30; 16:11.
Höfðingi þessa heims er þess vegna andstæðingur Jesú. Hver gæti hann verið?
Heimsástandið gefur vísbendingu
Hræðilegar þjáningar hafa verið í heiminum í aldanna rás þrátt fyrir viðleitni velviljaðra manna. Það vekur upp spurningar hjá hugsandi fólki eins og leiðarahöfundinum David Lawrence sem nú er látinn. Hann sagði: „‚Friður á jörðu‘ — næstum allir vilja hann. ‚Velvilji gagnvart mönnum‘ — nær allar þjóðir bera slíkan hug hver til annarrar. Hvað er þá að? Hvers vegna vofir stríð sífellt yfir fólki þrátt fyrir þessa meðfæddu þrá manna?“
Þetta virðist þversögn, er ekki svo? Mönnum er eðlislægt að vilja búa við frið en þó hata þeir iðulega og drepa hver annan — og af hvílíkri grimmd. Líttu á þau ódæðisverk sem menn hafa framið með köldu blóði og af óheyrilegri harðneskju. Þeir hafa notað gasklefa, útrýmingarbúðir, eldvörpur, napalmsprengjur og aðrar viðbjóðslegar aðferðir til að kvelja og slátra hver öðrum miskunnarlaust.
Getur verið að menn, sem þrá frið og hamingju, séu einir og sér færir um að sýna hver öðrum svo yfirgengilega illsku? Hvaða afl knýr menn til svo svívirðilegra verka eða ýtir þeim
út í þá aðstöðu að þeim finnist þeir knúnir til að fremja slík voðaverk? Hefur þú nokkurn tíma velt fyrir þér hvort eitthvert illt og ósýnilegt afl fái fólk til að fremja slík ofbeldisverk?Bent á höfðinga heimsins
Það þarf ekki að geta sér til um svörin því að Biblían sýnir greinilega að gáfuð, ósýnileg vera hefur lengi stjórnað bæði mönnum og þjóðum. Ritningin segir: „Allur heimurinn er á valdi hins vonda.“ Og hún segir líka hver þetta er: „[Hann], sem heitir djöfull og Satan, . . . afvegaleiðir alla heimsbyggðina.“ — 1. Jóhannesarbréf 5:19; Opinberunarbókin 12:9.
Þegar Jesú var „freistað af djöflinum“ dró hann ekki í efa hlutverk Satans sem höfðinga þessa heims. Biblían skýrir frá atburðarásinni: „Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra og segir: ‚Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.‘ En Jesús sagði við hann: ‚Vík brott, Satan!‘“ — Matteus 4:1, 8-10.
Hugleiddu þetta. Satan freistaði Jesú með því að bjóða honum „öll ríki heims.“ En hefði boð Satans verið raunveruleg freisting ef Satan hefði ekki verið höfðingi þessara ríkja í raun og veru? Auðvitað ekki. Og taktu eftir að Jesús bar ekki á móti því að öll þessi veraldlegu ríki væru eign Satans sem hann hefði gert ef Satan hefði ekki haft vald yfir þeim. Þar af leiðir að Satan djöfullinn er í rauninni hinn ósýnilegi höfðingi heimsins. Biblían kallar hann meira að segja „guð þessarar aldar.“ (2. Korintubréf 4:4) En hvernig gat svona ill andavera komist í slíka valdastöðu?
Satan var upphaflega engill sem Guð hafði skapað en hann fór að öfunda Guð af stöðu hans. Hann ögraði réttmætum yfirráðum Guðs. Hann notaði höggorm sem málpípu sína til að blekkja fyrstu konuna, Evu, og tókst þannig að gera hana og eiginmann hennar, Adam, leiðitöm sér í stað þess að hlýða 1. Mósebók 3:1-6; 2. Korintubréf 11:3) Hann fullyrti einnig að hann gæti snúið öllum ófæddum niðjum Adams og Evu frá Guði. Guð gaf Satan þess vegna tíma til að reyna að sanna staðhæfingu sína en það hefur Satan ekki tekist. — Jobsbók 1:6-12; 2:1-10.
Guði. (Satan er ekki einn um að ríkja yfir heiminum. Honum tókst að telja suma af hinum englunum á að ganga í lið með sér í uppreisninni gegn Guði. Þeir urðu illir andar, glæpafélagar hans á andasviðinu. Biblían nefnir þá þegar hún hvetur kristna menn: „[Standist] vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og Efesusbréfið 6:11, 12.
blóði, heldur . . . við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.“ —Stattu gegn illum öndum
Hinir ósýnilegu, illu heimsdrottnar eru staðráðnir í að afvegaleiða alla menn, snúa þeim frá tilbeiðslunni á Guði. Ein leið, sem illir andar nota í þessu skyni, er sú að halda þeirri hugmynd á lofti að maðurinn lifi eftir dauðann þó að orð Guðs sýni greinilega að dánir hafi enga meðvitund. (1. Mósebók 2:17; 3:19; Esekíel 18:4; Sálmur 146:3, 4; Prédikarinn 9:5, 10) Illur andi getur til dæmis líkt eftir rödd látins manns og talað til ættingja eða vina hins látna, annaðhvort í gegnum andamiðil eða með „rödd“ frá hinu ósýnilega sviði. „Röddin“ þykist vera hinn framliðni en er í raun illur andi!
Ef þú heyrir nokkurn tíma slíka „rödd“ skaltu ekki láta blekkjast. Hafnaðu hverju sem hún segir og endurómaðu orð Jesú: „Vík brott, Satan!“ (Matteus 4:10; Jakobsbréfið 4:7) Leyfðu ekki forvitni um andaheiminn að draga þig út í samskipti við illa anda. Slík samskipti eru kölluð andatrú eða spíritismi og Guð varar tilbiðjendur sína við spíritisma í hvaða mynd sem hann birtist. Biblían fordæmir ‚hvern þann er fer með galdur eða leitar til særingamanns eða spásagnamanns eða hvern þann sem leitar frétta af framliðnum.‘ — 5. Mósebók 18:10-12; Galatabréfið 5:19-21; Opinberunarbókin 21:8.
Sökum þess að illir andar ná tökum á fólki gegnum spíritisma skaltu standa gegn öllum tilbrigðum hans, þó svo að þau kunni að sýnast skemmtileg eða spennandi. Að horfa í kristalkúlu, fara í andaglas, fást við dulskynjun, lófalestur eða stjörnuspá eru ýmsar myndir spíritisma. Illir andar hafa einnig valdið hljóðum og öðrum fyrirbærum í húsum sem þeir leggja undir sig.
Þar að auki notfæra illir andar sér syndugar tilhneigingar manna með því að ýta undir gerð rita, kvikmynda og sjónvarpsþátta sem leggja áherslu á ósiðlega og óeðlilega kynhegðun. Illu andarnir vita að ef menn víkja ekki röngum 1. Mósebók 6:1, 2; 1. Þessaloníkubréf 4:3-8; Júdasarbréfið 6.
hugsunum úr huga sér grópast þær fastar og draga þá út í siðleysi — eins og illu andana sjálfa. —Að vísu skopast margir að þeirri hugmynd að illir andar ríki yfir þessum heimi. En vantrú þeirra kemur ekki á óvart þar sem Biblían segir: „Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd.“ (2. Korintubréf 11:14) Snjallasta blekking hans er sú að blinda marga fyrir þeirri staðreynd að hann og illir andar hans eru í raun og veru til. En láttu ekki blekkjast! Djöfullinn og illir andar hans eru raunverulegir og þú þarft sífellt að standa gegn þeim. — 1. Pétursbréf 5:8, 9.
Sem betur fer er þess skammt að bíða núna að Satan og áhangendur hans hverfi. Biblían fullvissar okkur: „Heimurinn [illir andahöfðingjar hans meðtaldir] fyrirferst, en sá, sem gerir Guðs vilja, varir að eilífu.“ (1. Jóhannesarbréf 2:17) Hvílíkur léttir mun það ekki verða að losna undan þessum illu áhrifum! Megum við þess vegna vera í hópi þeirra sem gera vilja Guðs og njóta eilífs lífs í nýjum, réttlátum heimi hans. — Sálmur 37:9-11, 29; 2. Pétursbréf 3:13; Opinberunarbókin 21:3, 4.
Nema annað sé tekið fram eru allar tilvitnanir í Biblíuna teknar úr íslensku biblíunni frá 1981.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Hefði Satan getað boðið Jesú öll ríki heimsins ef þau tilheyrðu honum ekki?