Hverju trúa vottar Jehóva?
Hverju trúa vottar Jehóva?
„Rétt þykir oss að heyra hjá þér, hvað þér býr í huga, en það er oss kunnugt um flokk þennan, að honum er alls staðar mótmælt.“ (Postulasagan 28:22) Leiðtogarnir í Róm á fyrstu öld, sem tóku svo til orða, gáfu með því gott fordæmi. Þeir vildu fá að vita sannleikann milliliðalaust í stað þess að mynda sér skoðanir eingöngu eftir orðum þeirra sem gagnrýndu kristna menn.
Vottum Jehóva nú á tímum er einnig oft hallmælt og misráðið væri að ætla sér að fá sannleikann um þá frá þeim sem haldnir eru fordómum gegn þeim. Þess vegna fögnum við því að fá tækifæri til að skýra fyrir þér sum af helstu trúaratriðum okkar.
Biblían, Jesús Kristur og Guð
Við trúum að ‚sérhver ritning sé innblásin af Guði og nytsöm.‘ (2. Tímóteusarbréf 3:16) Sumir hafa haldið því fram að við séum ekki kristnir en það er ekki rétt. Við styðjum af heilum hug vitnisburð Péturs postula um Jesú Krist: „Ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“ — Postulasagan 4:12.
Þar eð Jesús sagðist vera „sonur Guðs“ og að ‚faðirinn hefði sent sig‘ trúa vottar Jehóva hins vegar að Guð sé Jesú æðri. (Jóhannes 10:36; 6:57) Sjálfur viðurkenndi Jesús: „Faðirinn er mér meiri.“ (Jóhannes 14:28; 8:28) Við trúum þess vegna ekki að Jesús sé jafn föður sínum eins og haldið er fram með þrenningarkenningunni. Við trúum öllu heldur að hann sé skapaður af Guði og undir hann settur. — Kólossubréfið 1:15; 1. Korintubréf 11:3.
Á íslenskri tungu er nafn Guðs Jehóva. Biblían segir: „Að þeir megi komast að raun um, að þú einn heitir Jahve [önnur framburðarmynd nafnsins], hinn hæsti yfir allri jörðunni.“ (Sálmur 83:19, heimilisútgáfa íslensku biblíunnar frá 1908) Í samræmi við þessa yfirlýsingu lagði Jesús mikla áherslu á nafn Guðs. Hann kenndi fylgjendum sínum að biðja: „Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn.“ Sjálfur bað hann til Guðs: „Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér úr heiminum.“ — Matteus 6:9; Jóhannes 17:6.
Vottar Jehóva álíta að þeir eigi að líkjast Jesú í því að gera öðrum kunnugt nafn Guðs og tilgang. Því höfum við tekið okkur nafnið vottar Jehóva. Við líkjum eftir Jesú, ‚vottinum trúa.‘ (Opinberunarbókin 1:5; 3:14) Jesaja 43:10 ávarpar þá sem eru fulltrúar Guðs: „Þér eruð mínir vottar, segir [Jehóva], * og minn þjónn, sem ég hefi útvalið.“
Ríki Guðs
Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja: „Til komi þitt ríki.“ Þetta ríki var kjarni prédikunar hans og kennslu. (Matteus 6:10; Lúkas 4:43) Vottar Jehóva trúa að Guðsríki sé raunveruleg stjórn á himnum uppi, að hún muni fara með völd yfir jörðinni og að Jesús Kristur sé ósýnilegur konungur hennar. „Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,“ segir Biblían. „Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka.“ — Jesaja 9:6, 7.
2. Tímóteusarbréf 2:12) Biblían gefur til kynna að þeir menn, sem eru reistir upp til að ríkja með Kristi á himnum, séu takmarkaður fjöldi, „hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir, þeir sem út eru leystir frá jörðunni.“ — Opinberunarbókin 14:1, 3.
Jesús Kristur verður þó ekki eini konungurinn í stjórn Guðs. Hann mun eiga sér marga meðstjórnendur á himnum. „Ef vér stöndum stöðugir,“ skrifaði Páll postuli, „þá munum vér og með honum ríkja.“ (Að sjálfsögðu eiga allar stjórnir sér þegna og vottar Jehóva trúa að milljarðar manna, auk þessara himnesku stjórnenda, hljóti eilíft líf. Með tíð og tíma verður jörðin, sem þá verður umbreytt í fagra paradís, fyllt þessum verðugu þegnum Guðsríkis sem allir lúta Kristi og meðstjórnendum hans. Vottar Jehóva eru því sannfærðir um að jörðin verði aldrei lögð í eyði og að rætast muni fyrirheit Biblíunnar: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ — Sálmur 37:29; 104:5.
En hvernig mun Guðsríki koma? Með því að allir menn gangi stjórn Guðs á hönd af frjálsum vilja? Nei, Biblían sýnir okkur á raunsæjan hátt að koma Guðsríkis útheimtir beina íhlutun Guðs í málefni jarðarinnar: „Guð himnanna [mun] hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki . . . mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu.“ — Daníel 2:44.
Hvenær mun Guðsríki koma? Miðað við biblíuspádóma, sem nú eru að rætast, trúa vottar Jehóva að það Matteusi 24:3-14; Lúkasi 21:7-13, 25-31 og 2. Tímóteusarbréfi 3:1-5.
muni koma mjög bráðlega. Við hvetjum þig til að skoða suma af þeim spádómum sem lýsa einkennum ‚síðustu daga‘ þessa illa heimskerfis. Þá er að finna íÞar sem við ‚elskum Jehóva, Guð okkar, af öllu hjarta, sálu, huga og mætti, og náungann eins og sjálfa okkur,‘ erum við ekki sundraðir eftir þjóðerni, kynþætti eða þjóðfélagsstétt. (Markús 12:30, 31) Við erum vel þekktir fyrir þann kærleika sem birtist í kristnu bræðrafélagi okkar meðal allra þjóða. (Jóhannes 13:35; 1. Jóhannesarbréf 3:10-12) Við gætum því algers hlutleysis gagnvart stjórnmálum þjóðanna. Við reynum að líkjast fyrstu lærisveinum Jesú sem hann sagði um: „Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.“ (Jóhannes 17:16) Við trúum að það að halda sér aðgreindum frá heiminum feli í sér að forðast hið útbreidda siðleysi okkar tíma, og má þar nefna ósannsögli, þjófnað, lauslæti, hjúskaparbrot, kynvillu, misnotkun blóðs, skurðgoðadýrkun og annað slíkt sem Biblían fordæmir. — 1. Korintubréf 6:9-11; Efesusbréfið 5:3-5; Postulasagan 15:28, 29.
Framtíðarvon
Vottar Jehóva trúa að hið núverandi líf í þessum heimi sé ekki allt og sumt. Við trúum að Jehóva hafi sent Krist til jarðar til að úthella lífsblóði sínu sem lausnargjaldi, svo að menn geti staðið réttlátir frammi fyrir Guði og hlotið eilíft líf í nýjum heimi hans. Einn postula Jesú sagði: ‚Við erum réttlættir fyrir blóð hans.‘ (Rómverjabréfið 5:9; Matteus 20:28) Vottar Jehóva eru Guði og syni hans innilega þakklátir fyrir þetta lausnargjald sem gerir líf í framtíðinni mögulegt.
Vottar Jehóva hafa óbilandi trú á líf í framtíðinni sem byggt er á upprisu frá dauðum undir stjórn Guðsríkis. Við trúum, eins og Biblían kennir, að þegar maðurinn Sálmur 146:3, 4; Esekíel 18:4; Prédikarinn 9:5) Já, framtíðarlíf hinna dauðu byggist á því að Guð minnist þeirra og reisi þá upp frá dauðum. — Jóhannes 5:28, 29.
deyr hætti hann að vera til, að ‚á þeim degi verði áform hans að engu.‘ (Vottar Jehóva eru hins vegar sannfærðir um að margir núlifandi menn muni lifa af þegar Guðsríki tekur völdin, og að þeir muni, á sama hátt og Nói og fjölskylda hans lifðu af flóðið, halda áfram að lifa eilíflega á hreinsaðri jörð. (Matteus 24:36-39; 2. Pétursbréf 3:5-7, 13) Við trúum samt að slík björgun velti á því að menn uppfylli kröfur Guðs eins og Biblían segir: „Heimurinn fyrirferst . . . en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ — 1. Jóhannesarbréf 2:17; Sálmur 37:11; Opinberunarbókin 7:9, 13-15; 21:1-5.
Augljóslega er ekki hægt í þessu litla riti að greina frá öllum trúaratriðum votta Jehóva, en við hvetjum þig til að afla þér nánari upplýsinga.
Nema annað sé tekið fram eru allar tilvitnanir í Biblíuna teknar úr íslensku biblíunni frá 1981.
[Neðanmáls]
^ gr. 8 Nafn Guðs er hér sett inn í texta íslensku biblíunnar þar sem það á réttilega að standa.
[Innskot á blaðsíðu 4]
Við höfum tekið okkur nafnið vottar Jehóva vegna þess að við líkjum eftir Jesú.