Hoppa beint í efnið

Lífið – varð það til við þróun eða sköpun?

Lífið – varð það til við þróun eða sköpun?

Guðsríkisfréttir nr. 33

Lífið – varð það til við þróun eða sköpun?

Jörðin iðar af lífi. Hvaðan komu allar þessar fjölbreyttu og undraverðu lífverur? Hvaðan komum við mennirnir? Þróuðumst við af dýrum sem líktust öpum eða vorum við skapaðir? Skiptir það í rauninni einhverju máli?

Það skiptir máli hverju við trúum

Milljónir manna trúa þróunarkenningunni. Aðrar milljónir trúa á sköpun lífsins. Enn aðrir vita ekki hverju trúa skal. Og sumum finnst það engu máli skipta hvort við þróuðumst eða vorum sköpuð.

Það getur hins vegar skipt miklu máli. Hvers vegna? Vegna þess að hafi lífið aðeins þróast af sjálfu sér eigum við ekki von á neinu öðru en sömu glímunni við styrjaldir, þjáningar, sjúkdóma og dauða sem mannkynssagan hefur einkennst af.

Ef á hinn bóginn er til skapari sem bjó til hinar ólíku lífverutegundir hverja í sinni mynd þá hlýtur hann að hafa gert það í ákveðnum tilgangi. Og þá hljóta mennirnir að vera hér í ákveðnum tilgangi. Sé raunin sú mun framtíð okkar ekki ráðast af tilviljunarkenndri þróun heldur þeim tilgangi sem skaparinn hafði með því að skapa okkur. Það er því ekki nema skynsamlegt að kanna nánar þetta mikilvæga málefni.

Við skyldum ekki halda að vísindin séu búin að útkljá þetta mál. Í inngangsorðum sínum við sérútgáfu bókar Charles Darwins, Uppruna tegundanna, skrifaði þróunarfræðingurinn W. R. Thompson:

„Eins og við vitum er mikill skoðanamunur meðal líffræðinga, ekki aðeins hvað varðar orsakir þróunarinnar heldur jafnvel um sjálft ferli hennar. Þessi ágreiningur stafar af því að sönnunargögnin eru ófullnægjandi . . . Það er því bæði rétt og viðeigandi að vekja athygli almennings, sem ekki er sérmenntaður í vísindum, á þeim ágreiningi sem ríkir um þróunarkenninguna.“

Þú getur sjálfur kynnt þér staðreyndirnar í þessu máli og þýðingu þeirra fyrir framtíð þína, með því að lesa bókina Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Milljónir manna víða um heim hafa haft mikið gagn af henni. Ýmsir hafa jafnvel sagt hana meistaraverk. Á næstu blaðsíðu eru fleiri upplýsingar um þessa bók.

Milljónir manna hafa haft gagn af henni

Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? er komin út í milljónaupplagi víða um lönd og á fjölda tungumála. Með tilvitnunum í virtar heimildir brýtur hún til mergjar þá spurningu hvernig lífið varð til, hver sé uppruni mannsins og hvaða þýðingu það hefur fyrir framtíð okkar. Margir hafa farið lofsamlegum orðum um efnismeðferð hennar. Bókin skiptist í 20 áhugaverða kafla, meðal annars:

Ágreiningur um þróunarkenninguna — hvers vegna?

● Gat lífið kviknað af tilviljun?

● Steingervingaskráin segir frá

● Hvað voru „apamennirnir“?

● Hin furðulega gerð lifandi vera

● Hvers vegna trúa margir þróunarkenningunni?

● Hvers vegna leyfir Guð þjáningar?

● Er hægt að treysta Biblíunni?

Fáðu þér eintak af þessari 256 blaðsíðna, fallega myndskreyttu bók með því að útfylla og senda miðann hér fyrir neðan. BIBLÍUFÉLAGIÐ VARÐTURNINN Pósthólf 8496 IS-128 Reykjavík

Vinsamlegast sendið mér bókina Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Hjálögð er ávísun að upphæð kr. 400 til greiðslu á bók og sendingarkostnaði. (Verð getur breyst.)

[Mynd á blaðsíðu 2]

Hvernig er þessi furðulega fjölbreytni lífvera til orðin?

[Mynd credit line á blaðsíðu 3]

Myndir: U.S. Fish & Wildlife Service, jarðíkorni og kólibrífugl eftir Dean Biggins, fiðrildi eftir William Hartgroves.