Mun þessi heimur bjargast?
Mun þessi heimur bjargast?
Engin önnur kynslóð hefur heyrt jafnmikið talað um heimsendi. Margir óttast að heimurinn muni farast í kjarnorkubáli. Aðrir halda að mengun kunni að eyðileggja heiminn. Enn aðrir kvíða því að efnahagsöngþveiti muni leiða til átaka milli stórra hópa mannkynsins.
Gæti þessi heimur í raun liðið undir lok? Ef svo færi, hvað myndi það þá þýða? Hefur heimur nokkru sinni áður liðið undir lok?
Heimur ferst — annar kemur í staðinn
Já, vissulega hefur heimur liðið undir lok. Líttu á heiminn sem varð mjög illskufullur á dögum Nóa. Í Biblíunni stendur: „Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim, sem þá var, svo að hann fórst.“ Biblían segir einnig: „Ekki þyrmdi [Guð] hinum forna heimi, en varðveitti Nóa, prédikara réttlætisins, við áttunda mann, er hann lét vatnsflóð koma yfir heim hinna óguðlegu.“ — 2. Pétursbréf 2:5; 3:6.
Taktu eftir hvað endir þessa heims þýddi og hvað hann þýddi ekki. Hann þýddi ekki endalok mannkynsins. Nói og fjölskylda hans lifðu af heimsflóðið. Jörðin sem reikistjarna og fagur stjörnuhiminninn fórust ekki. Það var ‚heimur hinna óguðlegu,‘ illt heimskerfi, sem fórst.
Er tímar liðu og afkomendum Nóa fjölgaði varð til nýr heimur. Þessi síðari heimur eða heimskerfi hefur verið til fram á okkar daga. Saga hans er saga styrjalda, glæpa og ofbeldis. Hvað mun verða um þennan heim? Mun hann bjargast?
Framtíð þessa heims
Eftir að hafa sagt að heimurinn á dögum Nóa hafi farist heldur frásaga Biblíunnar áfram: „En þeir himnar, sem nú eru 2. Pétursbréf 3:7) Annar biblíuritari segir hreint og beint: „Heimurinn [sá sem núna er til] fyrirferst.“ — 1. Jóhannesarbréf 2:17.
ásamt jörðinni, geymast eldinum fyrir hið sama orð.“ (Biblían á ekki við að hin bókstaflega jörð og stjörnuhiminninn muni fyrirfarast, ekkert frekar en að þau hafi farist á dögum Nóa. (Sálmur 104:5) Öllu heldur mun þessum heimi, með ‚himnum‘ sínum eða stjórnvöldum sem eru undir áhrifum Satans, og „jörðinni“ sinni eða samfélagi manna, verða eytt eins og í eldi. (Jóhannes 14:30; 2. Korintubréf 4:4) Það er jafnvíst að þessi heimur eða heimskerfi muni farast og heimurinn, sem var til fyrir flóðið, fórst. Jafnvel Jesús Kristur ræddi um ástandið „á dögum Nóa“ sem dæmi um það er gerast mundi skömmu fyrir enda þessarar veraldar eða heims. — Matteus 24:37-39.
Það skiptir miklu máli að þegar Jesús talaði um daga Nóa var hann að svara spurningu lærisveina sinna: „Hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?“ (Matteus 24:3) Fylgjendur Jesú vissu að þessi heimur myndi líða undir lok. Olli sú tilhugsun þeim ótta og áhyggjum?
Nei, þvert á móti hvatti Jesús, þegar hann lýsti atburðunum sem gerast mundu áður en endir heimsins kæmi, fylgjendur sína til að gleðjast ‚því að lausn þeirra væri í nánd.‘ (Lúkas 21:28) Já, lausn frá Satan og illu heimskerfi hans og opin leið inn í friðsælan nýjan heim. — 2. Pétursbréf 3:13.
En hvenær mun þessi heimur líða undir lok? Hvaða „tákn“ gaf Jesús um ‚komu sína og endalok veraldar‘?
‚Táknið‘
Gríska orðið, sem hér er þýtt ‚koma,‘ er parousia og það merkir „nærvera,“ það er að vera í raun viðstaddur. Þegar því Opinberunarbókin 12:7-12; Sálmur 110:1, 2.
‚táknið‘ sæist myndi það ekki þýða að Kristur ætti að koma bráðlega heldur að hann væri þegar kominn aftur og væri nærverandi. Það myndi þýða að hann væri byrjaður að ríkja ósýnilega sem konungur á himni og að hann myndi fljótlega gera út af við óvini sína. —Jesús nefndi ekki aðeins einn atburð sem „tákn.“ Hann lýsti margs konar atburðum og ástandi í heiminum. Allt myndi það eiga sér stað á þeim tíma sem Biblían kallar ‚hina síðustu daga.‘ (2. Tímóteusarbréf 3:1-5; 2. Pétursbréf 3:3, 4) Hugleiddu nokkur þau atriði sem Jesús sagði myndu einkenna ‚hina síðustu daga.‘
„Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki.“ (Matteus 24:7) Styrjaldir nú á tímum hafa verið af þeirri stærðargráðu sem óþekkt var fyrr á öldum. Sagnfræðingur skrifaði: „Fyrri heimsstyrjöldin [hófst 1914] var fyrsta ‚allsherjarstyrjöldin.‘“ Síðari heimsstyrjöldin olli samt miklu meiri eyðileggingu. Og styrjaldir halda áfram að geisa á jörðinni. Já, orð Jesú hafa ræst á áhrifamikinn hátt.
„Þá verður hungur.“ (Matteus 24:7) Að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni kom hungursneyð sem var ef til vill sú mesta í sögunni. Hræðileg hungursneyð fylgdi einnig í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Allt að fimmtungi jarðarbúa er alvarlega vannærður og um 14 milljónir barna deyja af þeim sökum ár hvert. Sannarlega hefur verið „hungur.“
„Þá verða landskjálftar miklir.“ (Lúkas 21:11) Að meðaltali hafa um tífalt fleiri farist árlega í jarðskjálftum síðan 1914 en fyrr á öldum. Lítum aðeins á nokkra þá helstu: Árið 1920 í Kína, 200.000 fórust; árið 1923 í Japan, 99.300 fórnarlömb; árið 1939 í Tyrklandi, 32.700 dauðsföll; árið 1970 í Perú, 66.800 biðu bana; árið 1976 í Kína, um 240.000 (eða, samkvæmt sumum heimildum, 800.000) taldir af. Sannarlega „landskjálftar miklir.“
„Drepsóttir . . . á ýmsum stöðum.“ (Lúkas 21:11) Strax að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni lést um 21 milljón manna í spönsku veikinni. Blaðið Science Digest sagði: „Í allri sögunni hafði dauðinn aldrei barið jafnhörkulega og snöggt að dyrum.“ Síðan þá hafa hjartasjúkdómar, krabbamein, alnæmi og margar aðrar plágur lagt hundruð milljóna manna í gröfina.
„Lögleysi magnast.“ (Matteus 24:12) Heimurinn okkar síðan 1914 er orðinn þekktur sem heimur glæpa og ofbeldis. Víða finnst engum hann vera öruggur á strætum úti jafnvel að degi til. Á næturnar heldur fólk sig innan dyra, bak við læstar dyr og slagbranda, og þorir ekki út.
Spáð var mörgu öðru sem gerast skyldi á hinum síðustu dögum og allt er það einnig að uppfyllast. Það þýðir að endir heimsins er í nánd. Sem betur fer munu sumir bjargast. Eftir 1. Jóhannesarbréf 2:17.
að hafa sagt að ‚heimurinn fyrirfarist‘ lofar Biblían: „Sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ —Við þurfum þess vegna að fræðast um vilja Guðs og gera hann. Þá getum við lifað af endi þessa heims til að njóta að eilífu þeirrar blessunar sem býðst í nýjum heimi Guðs. Biblían lofar að þá muni „Guð . . . þerra hvert tár af augum [manna]. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ — Opinberunarbókin 21:3, 4.
Nema annað sé tekið fram eru allar tilvitnanir í Biblíuna teknar úr íslensku biblíunni frá 1981.
[Mynd credit line á blaðsíðu 6]
Rétthafar mynda: Flugvél: Bandaríski flugherinn. Barn: WHO, ljósmyndari W. Cutting. Jarðskjálfti: Y. Ishiyama, Hokkaidoháskóla, Japan.