Unglingar – hvernig ætlið þið að nota líf ykkar?
Unglingar – hvernig ætlið þið að nota líf ykkar?
„ÉG VIL fá það besta út úr lífinu.“ Þannig komst unglingsstúlka að orði. Eflaust langar þig líka til að fá það „besta“ út úr lífinu. En hvernig ferðu að því? Fjölmiðlar og jafnaldrar, jafnvel kennarar, segja ef til vill að lykillinn sé gnægð peninga og virðulegt starf – að komast áfram í lífinu.
Biblían bendir unga fólkinu á að það sé „eftirsókn eftir vindi“ að keppa eftir efnislegum gæðum. (Prédikarinn 4:4) Ein ástæðan er sú að það eru ekki nema fáeinir unglingar sem verða í rauninni ríkir og frægir. Og þeir sem ná því marki verða oftar en ekki fyrir sárum vonbrigðum. „Þetta er eins og að opna tóman pappakassa,“ segir breskur unglingur sem keppti að menntun og frama. „Það er ekkert í honum.“ Vissulega getur ákveðið starf fært þér auð og viðurkenningu en það getur ekki fullnægt andlegum þörfum þínum. (Matteus 5:3, NW) Þar að auki varar 1. Jóhannesarbréf 2:17 við því að ,heimurinn fyrirfarist ‘. Þó svo að þú næðir langt í þessum heimi væri það aðeins í skamman tíma.
Prédikarinn 12:1 hvetur því ungt fólk: „Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum.“ Já, það besta sem þú getur nokkurn tíma gert við líf þitt er að nota það í þjónustu Jehóva Guðs. En fyrst verðurðu að vera hæfur til að þjóna honum. Hvernig ferðu að því? Og hvað felur það í sér að þjóna Guði?
Að verða hæfur til að vera vottur Jehóva
Þú verður að byrja á því að rækta með þér löngun til að þjóna Guði – og það gerist ekki sjálfkrafa, jafnvel þó að þú eigir kristna foreldra. Þú verður sjálfur að eignast samband við Jehóva. Unglingsstúlka segir: „Bænin hjálpar manni að hafa einkasamband við Jehóva.“ – Sálmur 62:9; Jakobsbréfið 4:8.
Rómverjabréfið 12:2 talar um annað skref sem maður verður stíga. Þar er okkur sagt að læra „hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna“. Hefur þú einhvern tíma efast um það sem þér hefur verið kennt? Fylgdu þá hvatningu Biblíunnar og sannreyndu það fyrir sjálfum þér! Rannsakaðu málið sjálfur. Lestu Biblíuna og biblíutengd rit. En það að læra um Guð er ekki aðeins tengt hugarstarfseminni. Taktu þér tíma til að íhuga það sem þú lest þannig að það festi rætur í hinu táknræna hjarta. Þá vex kærleikur þinn til Guðs. – Sálmur 1:2, 3.
Reyndu því næst að segja öðrum óformlega frá því sem þú ert að læra, ef til vill skólafélögunum. Næsta skref er að prédika hús úr húsi. Kannski hittirðu stundum skólafélaga í boðunarstarfinu og það kemur þér ef til vill úr jafnvægi fyrst í stað. Biblían hvetur okkur hins vegar til að skammast okkar ekki fyrir fagnaðarerindið. (Rómverjabréfið 1:16) Þú ert að flytja hjálpræðis- og vonarboðskap! Það er ekkert til að skammast sín fyrir.
Ef foreldrar þínir eru kristnir ferðu ef til vill nú þegar með þeim út í boðunarstarfið. En geturðu gert meira en að standa hljóður við dyrnar eða einfaldlega að dreifa blöðum og smáritum? Geturðu rætt sjálfur við húsráðanda og notað Biblíuna til að kenna honum? Ef svarið er nei skaltu leita eftir hjálp foreldra þinna eða einhverra þroskaðra safnaðarmanna. Settu þér það markmið að verða hæfur sem óskírður boðberi fagnaðarerindisins.
Með tímanum finnurðu löngun hjá þér til að vígjast Guði – að gefa honum heit um að þjóna honum þaðan í frá. (Rómverjabréfið 12:1) Vígslan er hins vegar ekki aðeins einkamál. Guð krefst þess að þú ,játir opinberlega til hjálpræðis‘. (Rómverjabréfið 10:10) Við skírnina byrjarðu á því að játa trú þína munnlega. Niðurdýfingarskírn fylgir í kjölfarið. (Matteus 28:19, 20) Skírnin er óneitanlega alvarlegt skref. En þó að þér finnist að þú gætir átt eftir að bregðast á einhvern hátt skaltu ekki láta það aftra þér. Ef þú treystir á Jehóva mun hann gefa þér ,mikinn kraft‘ til að gera þér kleift að vera staðfastur. – 2. Korintubréf 4:7; 1. Pétursbréf 5:10.
Við skírnina verðurðu vottur Jehóva. (Jesaja 43:10) Þetta ætti að hafa mikil áhrif á það hvernig þú notar líf þitt. Vígsla felur í sér að ,afneita sjálfum sér‘. (Matteus 16:24) Ef til vill hverfurðu frá einhverjum persónulegum markmiðum og metnaðarmálum og ,leitar fyrst ríkis Guðs‘. (Matteus 6:33) Vígsla og skírn opnar mörg tækifæri til þess. Athugum nokkur þeirra.
Tækifæri til að þjóna Guði í fullu starfi
• Brautryðjandastarfið er eitt slíkt tækifæri. Brautryðjandi er skírður kristinn einstaklingur sem er til fyrirmyndar og hefur gert ráðstafanir til að verja að minnsta kosti 70 klukkustundum í boðun fagnaðarerindisins í hverjum mánuði. Aukið starf úti á akrinum veitir þér þjálfun í boðun og kennslu. Margir brautryðjendur hafa fengið að reyna gleðina sem fylgir því að hjálpa biblíunemendum sínum að verða skírðir vottar. Getur nokkurt veraldlegt starf verið eins spennandi og ánægjulegt?
Flestir brautryðjendur vinna hluta úr degi til að sjá sér farborða. Margir fara þá leið að læra iðngrein í skóla eða af foreldrunum til að geta axlað þessa ábyrgð. Ef þér og foreldrum þínum finnst að þú gætir haft gagn af því að afla þér viðbótarmenntunar eftir skyldunámið skuluð þið ganga úr skugga um að markmiðið sé ekki að verða ríkur heldur að þú getir séð þér farborða í þjónustunni og jafnvel byrjað að þjóna Guði í fullu starfi.
Líf brautryðjanda snýst hins vegar ekki um veraldlegu vinnuna heldur um þjónustuna – að hjálpa öðrum að öðlast líf. Hvers vegna ekki að setja sér það markmið að gerast brautryðjandi? Brautryðjandastarfið leiðir oft til annarra þjónustuverkefna. Til dæmis flytja sumir brautryðjendur á svæði þar sem er meiri þörf fyrir boðbera Guðsríkis. Aðrir læra nýtt tungumál og þjóna í söfnuði á heimaslóðum sem talar erlent tungumál eða flytja jafnvel til annarra landa. Já, brautryðjandastarfið er gefandi!
Jesaja 6:8) Þannig hafa þeir líkt eftir mesta trúboða sögunnar, Jesú Kristi. (Jóhannes 7:29) Þeir sem flytja til fjarlægra staða gætu þurft að laga sig að einfaldari lífsháttum. Menningin, loftslagið og mataræðið er ef til vill gerólíkt því sem þeir hafa vanist. Auk þess gætu þeir þurft að læra nýtt tungumál. Þessi skóli hjálpar einhleypum bræðrum og systrum og hjónum á aldrinum 23 til 65 ára að tileinka sér kristna eiginleika, sem þau þurfa að hafa til að bera á nýja staðnum. Hann hjálpar þeim að koma að enn meiri notum í þjónustu Jehóva og safnaðar hans.
• Skóli fyrir boðbera Guðsríkis. Þessi tveggja mánaða skóli var stofnaður með það fyrir augum að þjálfa reynda brautryðjendur, sem eru tilbúnir að yfirgefa heimaslóðir sínar, til að starfa hvar sem þeirra er þörf. Þeir segja í reynd: „Hér er ég. Send þú mig.“ (• Betelþjónusta er fólgin í því að starfa sem sjálfboðaliði á einni af deildarskrifstofum Votta Jehóva. Sumir Betelítar starfa beint við framleiðslu biblíurita. Öðrum eru fenginn störf sem tengjast því óbeint, svo sem viðhald á byggingum og tækjabúnaði eða að annast þarfir Betelfjölskyldunnar. Það er mikill heiður að fá að vinna öll þessi störf því að þau eru heilög þjónusta í þágu Jehóva. Þar að auki geta þeir sem eru á Betel glaðst yfir því að fjöldi bræðra og systra um alla jörðina nýtur góðs af störfum þeirra.
Stundum er bræðrum með sérstaka kunnáttu boðið að þjóna á Betel. Flestir fá hins vegar þjálfunina eftir að þeir koma þangað. Betelítar þjóna ekki í gróðaskyni heldur gera þeir sig ánægða með þær ráðstafanir sem gerðar eru varðandi fæði, húsnæði og smá fjárstyrk til persónulegra nota. Ungur Betelíti lýsir þjónustu sinni á eftirfarandi hátt: „Þetta er alveg frábært! Dagskráin er krefjandi en það fylgir því mikil blessun að starfa hér.“
• Byggingastörf bjóða upp á tækifæri til að starfa við byggingu deildarskrifstofa og ríkissala. Byggingastarfsmenn aðstoða við slíkt byggingarstarf. Þetta er ein tegund heilagrar þjónustu og ekki ólík þjónustu þeirra sem byggðu musteri Salómons. (1. Konungabók 8:13-18) Séð er fyrir þörfum þessara byggingastarfsmanna með svipuðum hætti og betelfjölskyldunnar. Það er mikil blessun að mega þjóna á þessum vettvangi og Jehóva til lofs!
Þjónaðu Jehóva heilshugar
Það besta, sem hægt er að gera við líf sitt, er að þjóna Jehóva. Hvernig væri að íhuga þann möguleika að þjóna Guði í fullu starfi? Ræddu það við foreldra þína, safnaðaröldunga og farandhirði. Ef þú hefur áhuga á að starfa á Betel eða sækja Skólann fyrir boðbera Guðsríkis skaltu sækja kynningarfundi fyrir umsækjendur sem eru haldnir á umdæmismótum.
Auðvitað eru ekki allir hæfir eða hafa tök á því að þjóna í fullu starfi. Stundum getur heilsubrestur, fjárhagsörðugleikar eða fjölskylduábyrgð takmarkað hversu mikið maður getur gert. Þrátt fyrir það verða allir vígðir kristnir menn að fara eftir þessum fyrirmælum Biblíunnar: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ (Matteus 22:37) Jehóva ætlast til þess að þú gerir eins mikið og aðstæður þínar leyfa. Gerðu því þjónustuna við Jehóva að þungamiðju lífsins, hvernig sem aðstæður þínar eru. Settu þér raunhæf guðræðisleg markmið. Já, „mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum“ – og fyrir vikið mun þér hlotnast mikil blessun um alla eilífð.
Vitnað er í íslensku biblíuna frá 2007.