Hver stjórnar heiminum?
Heldurðu að það sé ...
-
Guð?
-
mennirnir?
-
einhver annar?
HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?
„Allur heimurinn er á valdi hins vonda.“ – 1. Jóhannesarbréf 5:19, Nýheimsþýðingin.
„Sonur Guðs birtist til að brjóta niður verk Djöfulsins.“ – 1. Jóhannesarbréf 3:8.
HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ FYRIR ÞIG?
Það er rökrétt skýring á erfiðleikunum í heiminum. – Opinberunarbókin 12:12.
Það gefur þér ástæðu til að trúa að heimurinn eigi eftir að batna. – 1. Jóhannesarbréf 2:17.
ER HÆGT AÐ TREYSTA ÞVÍ SEM BIBLÍAN SEGIR?
Já, og ástæðurnar eru að minnsta kosti þrjár:
-
Yfirráð Satans taka bráðlega enda. Jehóva Guð er staðráðinn í að binda enda á yfirráð Satans yfir mannkyni. Jehóva hefur lofað að gera hann að engu og bæta að fullu allt það tjón sem hann hefur valdið. – Hebreabréfið 2:14.
-
Guð hefur valið Jesú Krist til að stjórna heiminum. Jesús er alger andstæða hins grimma og eigingjarna stjórnanda sem er við völd núna. Guð segir um konunginn Jesú: „Hann miskunnar sig yfir bágstadda og snauða ... frá ofbeldi og ofríki leysir hann þá.“ – Sálmur 72:13, 14, Biblían 2010.
-
Guð segir ekki ósatt. Í Biblíunni stendur einfaldlega: „Guð getur ekki logið.“ (Hebreabréfið 6:18, Nýheimsþýðingin) Jehóva stendur alltaf við loforð sín. (Jesaja 55:10, 11) Eitt þeirra er að „stjórnanda þessa heims“ verði „kastað út“. – Jóhannes 12:31.
TIL UMHUGSUNAR
Hvernig verður heimurinn eftir að stjórnandi hans er tekinn úr umferð?
Svar Biblíunnar er að finna í SÁLMI 37:10, 11 og OPINBERUNARBÓKINNI 21:3, 4.