Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Maðurinn hermir eftir hönnun skaparans

Maðurinn hermir eftir hönnun skaparans

Maðurinn hermir eftir hönnun skaparans

Hvernig getur næfurþunn ljósapera staðist mikinn þrýsting þegar henni er þrýst eða hún skrúfuð í perustæði? Samkvæmt bókinni How in the World? felst svarið aðallega í lögun perunnar sem er gerð eftir fyrirmynd eggsins. Jafnvel þótt eggjaskurnin sé mjög þunn brotna eggin ekki undan þunga kvenfuglsins þegar hann liggur á. Ástæðan er sú að lögun eggsins er þannig að það stenst álagið. (Ef skurnin væri þykkari næði unginn ekki að brjótast út.) Samkvæmt fyrirmynd úr hönnun skaparans eru útlínur ljósaperunnar ávalar þannig að þegar haldið er á einni slíkri „dreifist átakið í allar áttir frá álagspunkti með sveigju glersins“. Peran brotnar ekki frekar en eggið þar sem of mikið álag myndast ekki á einum stað. Maðurinn hefur svo sannarlega lært margt af sköpunarverkinu!