Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Eru þeir aðeins að hugsa um útlitið?

Eru þeir aðeins að hugsa um útlitið?

Eru þeir aðeins að hugsa um útlitið?

EFTIR FRÉTTARITARA VAKNIÐ! Á SPÁNI

HEFURÐU tekið eftir því hvað fuglar nota mikinn tíma til að snyrta sig? Á hverjum degi virðast þeir eyða heilum klukkustundum í að ýfa fjaðrirnar. Þetta er dagleg hefð hjá þeim öllum hvort sem þeir eru páfagaukar eða pelíkanar, spörvar eða flamingóar. En hver er ástæðan? Vilja þeir aðeins líta betur út?

Ástæðan tengist ekki aðeins útlitinu heldur nokkru sem er mun mikilvægara. Fuglar þurfa að nota tíma til að snyrta sig alveg eins og flugvél þarf að fara reglulega í grandskoðun. Að halda fjaðrabúningnum í góðu ásigkomulagi getur jafnvel verið spurning um líf eða dauða fyrir fuglana. Fjaðrirnar þurfa að þola veður og vind og með því að snyrta sig halda þeir fjöðrunum hreinum og lausum við sníkjudýr. Þannig viðhalda þeir einnig flughæfninni.

Þegar þeir snyrta sig renna þeir saman lausum geislum í fjöðrinni. Eftir að geislunum hefur verið krækt almennilega saman veita fjaðrirnar meiri loftmótstöðu. „Tvær tegundir fjaðra þurfa sérstaka athygli, flugfjaðrirnar á vængjunum og stýrifjaðrirnar í stélinu,“ segir í bókinni Book of British Birds.

Fuglar þurfa einnig stöðugt að berjast við sníkjudýr. Þau ógna ekki aðeins heilsu fuglanna heldur éta einnig fjaðrirnar. Náttúrufræðingar hafa tekið eftir því að fuglar með skemmdan gogg geta ekki snyrt sig almennilega og hafa því mun fleiri fjaðrasníkjudýr en aðrir fuglar. Sumar fuglategundir hylja sig jafnvel með maurum til að losna við sníkjudýr því að maurasýran virkar eins og skordýraeitur.

Fjaðrirnar þurfa einnig að vera smurðar. Góð smurning gerir fjaðrir sundfugla vatnsheldar og veitir öllum fuglum betri vernd gegn veðrinu. En hvaðan kemur olían? Fuglinn smyr fjaðrirnar með olíu sem hann sækir í sérstakan olíukirtill við stélrótina. Þetta gerir fuglinn af mikilli þolinmæði og enn á ný fá flugfjaðrirnar sérstaka athygli.

Við sjáum því að fuglinn er ekki að sólunda tímanum þegar hann snyrtir sig. Vissulega gerir þetta fuglinn fallegri en þetta er líka nauðsynlegt heilsu hans vegna. Fuglar þurfa að snyrta sig til að komast af.

[Skýringarmynd/mynir á blaðsíðu 24]

Þegar fuglar snyrta sig krækja þeir geislunum í fjöðrinni saman.

Hryggur

Smágeislar

Krókar

Geislar

[Mynd credit line á blaðsíðu 23]

Með góðfúslegu leyfi Zoo de la Casa de Campo, Madríd.

[Mynd credit line á blaðsíðu 24]

Pelíkani: Mynd: Loro Parque, Puerto de la Cruz, Tenerife; páfagaukur: Með góðfúslegu leyfi Zoo de la Casa de Campo, Madríd.