Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Spár dómsdagsklukkunnar eiga ekki eftir að rætast því að Guð lofar bjartri framtíð fyrir mannkynið og jörðina.

FORSÍÐUEFNI | ER HEIMURINN FARINN ÚR BÖNDUNUM?

Hvað segir Biblían?

Hvað segir Biblían?

BIBLÍAN sagði fyrir mörgum öldum að ástandið yrði slæmt nú á dögum. En hún segir líka skýrt fyrir um bjarta framtíð fyrir mannkynið. Vert er að gefa því gaum sem segir í Biblíunni þar sem margir af spádómum hennar hafa nú þegar ræst í smáatriðum.

Hugleiddu til dæmis eftirfarandi biblíuspádóma:

  • „Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.“ – Matteus 24:7.

  • „Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð.“ – 2. Tímóteusarbréf 3:1-4.

Þessir spádómar lýsa heimsástandi sem margir myndu segja að sé á hraðri leið með að fara úr böndunum. Í vissum skilningi er heimurinn farinn úr böndunum, það er að segja menn hafa misst stjórn á honum. Biblían segir að maðurinn búi einfaldlega ekki yfir nægilegri visku eða mætti til að leysa vanda heimsins til frambúðar. Þetta kemur greinilega fram í eftirfarandi ritningarstöðum:

Ef mennirnir halda áfram að gera það sem þeim sýnist gæti heimurinn hæglega farist. En það mun ekki gerast. Hvers vegna? Biblían svarar því:

  • Guð „grundvallar jörðina á undirstöðum hennar svo að hún haggast eigi um aldur og ævi“. – Sálmur 104:5.

  • „Ein kynslóð fer, önnur kemur en jörðin stendur að eilífu.“ – Prédikarinn 1:4.

  • „Réttlátir fá landið til eignar og búa þar ævinlega.“ – Sálmur 37:29.

  • „Gnóttir korns verði í landinu, bylgist það á fjallatindunum.“ – Sálmur 72:16.

Þessi biblíusannindi gefa skýr svör. Mannkynið ferst ekki vegna mengunar, matar- og vatnsskorts eða úr heimsfaraldri. Heiminum verður ekki eytt í kjarnorkustríði. Það er vegna þess að Guð ræður framtíð jarðarinnar. Hann hefur að vísu gefið mönnunum frjálsan vilja en þeir þurfa að taka afleiðingum gerða sinna. (Galatabréfið 6:7) Heimurinn er ekki eins og stjórnlaus lest sem stefnir í átt að heimsendi. Guð hefur sett því mörk hve miklum skaða mennirnir fá að valda sjálfum sér. – Sálmur 83:19; Hebreabréfið 4:13.

En Guð lætur ekki þar við sitja. Hann mun færa mannkyninu ,mikið gengi‘. (Sálmur 37:11) Þær jákvæðu framtíðarhorfur, sem lýst er í þessari grein, gefa okkur aðeins örlitla innsýn í það sem milljónir votta Jehóva hafa lært um bjarta framtíð með því að kynna sér Biblíuna.

Vottar Jehóva eru samfélag manna og kvenna á öllum aldri og af öllum þjóðum. Þeir tilbiðja hinn eina sanna Guð sem heitir Jehóva samkvæmt frummálum Biblíunnar. Þeir óttast ekki framtíðina vegna þess að Biblían segir: „Svo segir Drottinn, skapari himinsins, hann einn er Guð, hann mótaði jörðina og bjó hana til, hann grundvallaði hana, hann skapaði hana ekki sem auðn heldur gerði hana byggilega: Ég er Drottinn og enginn annar er til.“ – Jesaja 45:18.

Í þessari grein skoðuðum við nokkur biblíusannindi um framtíð jarðar og mannkyns. Hægt er að fá nánari upplýsingar í 5. kafla bæklingsins Gleðifréttir frá Guði. Bæklingurinn er gefinn út af Vottum Jehóva og er fáanlegur á www.pr418.com/is.

Þú getur einnig horft á myndbandið Hvers vegna skapaði Guð jörðina? á www.pr418.com/is. (Sjá ÚTGÁFA > MYNDBÖND.)