Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Bestu leikföngin

Bestu leikföngin

Bestu leikföngin

Hvernig leikföng og hve dýr ætti ég að kaupa handa barninu mínu? Flestir foreldrar hafa sennilega spurt sig slíkrar spurningar mörgum sinnum. Það gleður þig eflaust að heyra að bestu leikföngin eru oft þau ódýrustu.

„Börn hafa meira gagn af að handleika og rannsaka en að horfa aðgerðalaus á eitthvað. Þess vegna eru einföld leikföng, sem gera kröfur til ímyndunaraflsins, betri en glansandi rafmagnsbílar eða talandi dúkkur sem takmarka sköpunargleði barnsins,“ segir í bókinni Motivated Minds — Raising Children to Love Learning. Síðarnefndu leikföngin geta verið „skemmtileg í byrjun, en venjulega missa börnin fljótt áhugann vegna þess að þau geta ekkert prófað, rannsakað eða búið til“.

Sem dæmi um þroskandi leikföng má nefna kubba, tóma kassa, pappír, teikniblokkir og liti, jafnvel sand og vatn, en það fer þó eftir aldri barnanna. „Smá leikföng eins og húsdýr stuðla að því að [barnið] gerir samanburð, raðar, flokkar og býr til sögur sem ýta undir málþroskann,“ segir í bókinni Motivated Minds. Í bókinni er einnig stungið upp á einföldum hljóðfærum — ef þú ert tilbúinn til að umbera hávaðann — því að þannig kynnist barnið hljóðum og samhljómum.

Börn hafa fjörugt ímyndunarafl, þau eru námfús og hafa gaman af að leika sér. Því er gott að örva þau á þessum þremur sviðum með því að vanda valið þegar leikföng eru keypt.