Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Getur jörðin framfleytt komandi kynslóðum?

Getur jörðin framfleytt komandi kynslóðum?

Getur jörðin framfleytt komandi kynslóðum?

EFTIR FRÉTTARITARA VAKNIÐ! Í KANADA

◼ Eftir fjögurra ára ítarlegar rannsóknir á helstu vistkerfum jarðar birti hópur fræðimanna og forystumanna í umhverfismálum fyrstu skýrslu sína árið 2005. Verkefnið nefnist Millennium Ecosystem Assessment sem kalla mætti þúsaldarvistmat. Af helstu niðurstöðum skýrsluhöfunda má nefna eftirfarandi: Síðastliðna hálfa öld hefur aukin eftirspurn eftir matvælum, ferskvatni, timbri, trefjum og eldsneyti valdið áður óþekktum breytingum á vistkerfum jarðar. Komið er að þolmörkum jarðar að framfleyta komandi kynslóðum. Verið er að ofgera náttúrlegri hæfni jarðar til að fræva matjurtir, villijurta til að hreinsa andrúmsloftið og heimshafanna til að endurvinna næringarefni. Við blasir að tegundir verði útdauðar í stórum stíl.

„Mannkynið veldur svo miklu tjóni á jörðinni um þessar mundir að hætta er á að vistkerfi hrynji skyndilega en það gæti valdið sjúkdómum og eyðingu skóga og gert stór hafsvæði aldauða.“ Þetta kom fram í kanadíska dagblaðinu Globe and Mail. Í blaðinu sagði enn fremur: „Verið er að vinna óbætanlegt tjón á votlendi, skógum, gresjum, árósum, fiskimiðum nálægt landi og öðrum svæðum sem endurvinna loft, vatn og næringarefni handa öllum lifandi verum.“ Stjórn þúsaldarvistmatsins kemst að þeirri niðurstöðu að það sé í mannlegu valdi að draga úr álaginu á vistkerfi jarðar en bendir á að til að ná því markmiði þurfi að verða „róttæk breyting á öllum stigum þar sem teknar eru ákvarðanir um meðferð náttúrunnar“.

Er hægt að bjarga jörðinni? Já, vissulega. Þar sem okkur er falin umsjón með sköpunarverki Guðs eigum við auðvitað að gera okkar besta til að fara vel með umhverfi okkar. (Sálmur 115:16) Hins vegar þarf Guð að skerast í leikinn til að koma á fullkomnu jafnvægi í vistkerfum jarðar. Skaparinn lofar að beina athygli sinni að jörðinni og ‚fylla hana auðlegð‘. (Jobsbók 35:10; Sálmur 65:10-14) Þetta gildir meðal annars um höfin og allt sem í þeim er því að Jehóva Guð ræður yfir þeim. (Sálmur 95:5; 104:24-31) Og það sem hann lofar rætist örugglega vegna þess að hann ‚lýgur aldrei‘. — Títusarbréfið 1:2.

Það er hughreystandi til þess að vita að jörðin skuli eiga eftir að framfleyta komandi kynslóðum. Það er öllum sem óttast Guð hvatning til að lofa hann fyrir ríkulega visku hans, mátt og gæsku, og lofsyngja hann fyrir kærleikann sem hann sýnir sköpunarverki sínu. — Sálmur 150:1-6.

[Mynd credit line á blaðsíðu 29]

Jörðin: NASA photo