Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Að taka sér tíma til þess sem máli skiptir

Að taka sér tíma til þess sem máli skiptir

Að taka sér tíma til þess sem máli skiptir

„Tíminn er orðinn naumur.“ — 1. Korintubréf 7:29.

„ÞÓTT maður busli í vatni er ekki þar með sagt að maður sé að synda,“ skrifar Michael LeBoeuf í bók sinni Working Smart.

Með öðrum orðum getur verið munur á því að vera að gera eitthvað og því að koma einhverju í verk. Líttu um öxl. Í hvað tókstu þér tíma í síðustu viku? Hvað hafðir þú ekki tíma til að gera? Finnst þér þú þurfa að taka þér meiri tíma til þess sem þér er sérlega umhugað um?

Leiðum hugann að því sem Jesús spáði um okkar annasömu tíma. Hann sagði að þegar að endalokum þessa heims drægi og réttlátur heimur Guðs nálgaðist yrðu lærisveinar hans önnum kafnir. Við hvað? Að boða „fagnaðarerindið um ríkið“, það er að segja ríki Guðs. Jesús sagði líka að þorri manna yrði of upptekin til að hlusta. Fólk yrði niðursokkið í daglegt líf. Hann bætti við að þeir myndu farast sem væru of uppteknir til að gefa gaum að boðskapnum um ríki Guðs. — Matteus 24:14, 37-39; Lúkas 17:28-30.

Vottar Jehóva boða nú fagnaðarerindið um ríki Guðs í rösklega 230 löndum. Í samræmi við spádóm Jesú vísa margir þeim frá og segjast vera „of uppteknir.“ En við hvetjum þig til að taka þér tíma, þrátt fyrir annríki, til að kynna þér það sem kennt er í Biblíunni um ríki Guðs. Við vonum að þegar þú lærir um þær blessanir, sem Guð hefur heitið mannkyninu, fallist þú á að tímanum sé vel varið í að hlýða á og fylgja boðskap Biblíunnar því hann skiptir miklu máli. *

[Neðanmáls]

^ Til að læra meira skaltu hafa samband við Votta Jehóva þar sem þú býrð eða skrifa okkur. Viðeigandi póstfang er að finna á blaðsíðu 5. Vefsíða okkar er www.watchtower.org.