Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Biblíukennsla fyrir heyrnarlausa“

„Biblíukennsla fyrir heyrnarlausa“

„Biblíukennsla fyrir heyrnarlausa“

GREIN, sem bar þennan titil, birtist í tímariti sem ætlað er heyrnarlausum í Tékklandi. Greinarhöfundurinn, Zdeněk Straka, hrósaði vottum Jehóva fyrir að læra táknmál í þeim tilgangi að ná til heyrnarlausra.

Hvað varð til þess að Straka skrifaði þessa grein? Sumarið 2006 var hann viðstaddur mót Votta Jehóva sem haldið var í Prag. Dagskrá mótsins var túlkuð á táknmál fyrir um 70 heyrnarlausa sem voru viðstaddir. Á hverju ári halda Vottar Jehóva mót um allan heim þar sem fólk fær biblíufræðslu og uppbyggjandi félagsskap. Meðal þeirra eru margir heyrnarlausir. Á einu ári voru haldin 96 slík mót víða um heim þar sem dagskráin var flutt eingöngu á táknmáli og á 95 stöðum að auki var dagskráin túlkuð fyrir heyrnarlausa.

Um þær mundir sem mótið var haldið í Prag var táknmálssöfnuðurinn þar í borg að aðstoða hér um bil 30 heyrnarlausa einstaklinga við biblíunám. Þeir sem fá biblíukennslu hafa mikið gagn af því sem þeir læra eins og sjá má af eftirfarandi dæmi.

Markéta ferðast rúmlega 100 kílómetra í hverri viku til að leiðbeina heyrnarlausri konu frá Mongólíu við biblíunám. Tékkneskt táknmál er töluvert ólíkt því mongólska þannig að Markéta verður að vera úrræðagóð til að gera námsefnið skiljanlegt fyrir biblíunemandann. Viðleitni Markétu hefur skilað sér. Konan var ófrísk af öðru barninu og hafði hugleitt að fara í fóstureyðingu en hætti við það. Markéta segir: „Þegar ég spurði hana út í það svaraði hún á táknmáli: ,Jehóva hefur ekki velþóknun á fóstureyðingum.‘ Ég var svo ánægð að sjá að hún skildi hversu dýrmætt lífið er í augum Jehóva!“ *

Margir heyrnarlausir um allan heim fá nákvæma þekkingu á Guði með því að lesa og rannsaka orð hans. Með því að eignast nánara samband við Guð öðlast þeir meiri gleði og líf þeirra verður innihaldsríkara. — Jesaja 48:17, 18.

[Neðanmáls]

^ Nánari upplýsingar um afstöðu Biblíunnar til fóstureyðinga er að finna í blaðinu Vaknið! júlí-september 2009, bls. 3-9.

[Rammi á bls. 14, 15]

VISSIR ÞÚ?

● Vottar Jehóva gefa út efni á DVD-diskum á 43 táknmálum. Einnig er hægt að hala niður efni á ýmsum táknmálum af vefsíðunni www.pr418.com.

● Vottar Jehóva hafa myndað 59 þýðingateymi víða um lönd til þess að gefa út meira efni á táknmálum heyrnarlausra.

● Vottar Jehóva starfrækja rúmlega 1.200 táknmálssöfnuði víða um heim.

[Skýringarmynd á bls. 14]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

www.pr418.com