Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Mundu eftir að skrifa þakkarbréf

Mundu eftir að skrifa þakkarbréf

Mundu eftir að skrifa þakkarbréf

HVAÐ er langt síðan þú fékkst þakkarbréf frá einhverjum? Hvað er langt síðan þú sendir slíkt bréf?

Í heimi tölvusamskipta nútímans eru handskrifuð þakkarbréf orðin mjög fágæt. En með því að þakka fyrir sig bréflega er verið að láta fólk vita að maður metur vinsemd þess. Hér á eftir eru nokkrar uppástungur um hvernig megi gera það.

1. Handskrifaðu bréfið svo að það hafi á sér persónulegt yfirbragð.

2. Ávarpaðu viðtakandann með nafni.

3. Ef um gjöf er að ræða skaltu minnast á hana og segja hvernig þú ætlir að nota hana.

4. Endurtaktu þakklæti þitt í lok bréfsins.

Þakkarbréf hefur góð áhrif á viðtakandann.

Næst þegar einhver sýnir þér gestrisni, góðvild eða gefur þér gjöf sýndu þá að þú takir það ekki sem sjálfsögðum hlut. Mundu eftir að senda honum þakkarbréf.

[Rammi/​myndir á bls. 24,25]

Elsku María frænka, (2)

Ég þakka þér kærlega fyrir vekjaraklukkuna.(3) Þar sem ég er ólæknandi svefnpurka hefur hún þegar komið mér að góðu gagni. Það var mjög gaman að hitta þig í síðustu viku og ég vona að heimferðin hafi gengið vel. Við hlökkum til að sjá þig bráðum aftur.

Ég þakka þér aftur fyrir þessa hugulsömu gjöf. (4)

Þinn frændi,

Jón

[Mynd]

(1)

[Rammi á bls. 25]

ÁBENDINGAR

● Talaðu óbeint þegar um peningagjafir er að ræða. Í staðinn fyrir að tilgreina sérstaklega upphæðina sem þú fékkst væri til dæmis hægt að segja: „Þakka þér fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Ég ætla að nota hana til þess að . . .“

● Minnstu eingöngu á það sem viðkemur gjöfinni og þakklæti þínu fyrir hana. Það á ekki við að þessu sinni að segja í smáatriðum frá sumarfríinu eða nýlegri spítalaheimsókn.

● Kvartaðu ekki yfir neinum vandræðum sem þú lentir í út af gjöfinni. Það væri til dæmis ekki vingjarnlegt að segja: „Þakka þér fyrir brauðristina en það er ekki pláss fyrir hana á eldhúsborðinu!“

[Rammi á bls. 25]

Í Biblíunni erum við hvött til að sýna þakklæti. (Lúkas 17:11-19) Þar erum við minnt á að biðja til Guðs „án afláts“ og enn fremur segir þar: „Þakkið alla hluti.“ – 1. Þessaloníkubréf 5:17, 18.