Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvers konar fótspor skilur þú eftir fyrir börnin þín til að feta í?

FYRIR FORELDRA

8: Fordæmi

8: Fordæmi

HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR?

Foreldrar, sem setja börnum sínum gott fordæmi, breyta eftir því sem þau kenna. Til dæmis gætirðu varla ætlast til þess að sonur þinn væri sannsögull ef hann heyrði þig segja: „Segðu honum að ég sé ekki heima,“ þegar þú vilt ekki tala við einhvern sem bankar upp á.

„Algengt er að fólk segi: ,Gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri.‘ En það virkar ekki að segja þetta við börn. Þau eru eins og svampar sem drekka í sig allt sem við segjum og gerum. Og þau láta okkur vita þegar við erum ekki samkvæm sjálfum okkur.“ – David.

MEGINREGLA: „Þú prédikar að ekki skuli stela og stelur þó.“ – Rómverjabréfið 2:21.

HVERS VEGNA ER GOTT FORDÆMI MIKILVÆGT?

Foreldrar hafa meiri áhrif á börn sín og unglinga en nokkur annar, meira að segja jafnaldrarnir. Það þýðir að þú ert í bestu aðstöðunni til að leiða börn þín í rétta átt – svo framarlega sem þú breytir í samræmi við það sem þú kennir.

„Við getum sagt það sama hundrað sinnum og velt fyrir okkur hvort barnið sé að hlusta. En í eina skiptið sem við gerum ekki eins og við segjum mun barnið benda á það. Börnin fylgjast með öllu sem við gerum, líka þegar við höldum að þau taki ekki eftir.“ – Nicole.

MEGINREGLA: „Sú speki sem að ofan er, hún er ... hræsnislaus.“ – Jakobsbréfið 3:17.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT

Skoðaðu þína eigin staðla. Hvers konar skemmtiefni horfir þú á? Hvernig kemur þú fram við maka þinn og börn? Hvers konar vini átt þú? Tekur þú tillit til annarra? Í stuttu máli, ert þú fyrirmyndin sem þú vilt að börnin þín líki eftir?

„Við hjónin ætlumst ekki til að börnin okkar fylgi stöðlum sem við fylgjum ekki sjálf.“ – Christine.

Biðstu fyrirgefningar á mistökum þínum. Börnin þín vita að þú ert ekki fullkominn. Ef þú segir fyrirgefðu við maka þinn og börn, þegar við á, setur þú gott fordæmi í heiðarleika og auðmýkt.

„Börnin okkar þurfa að heyra okkur viðurkenna mistök okkar og biðjast afsökunar á þeim. Ef við gerum það ekki læra þau bara að fela mistök sín.“ – Robin.

„Enginn hefur jafn mikil áhrif á börnin okkar og við foreldrarnir og fordæmi okkar er besta verkfærið vegna þess að þau eru alltaf að fylgjast með okkur. Fordæmi okkar er eins og bók sem er alltaf opin, kennsla sem alltaf er verið að sinna.“ – Wendell.