Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

5 Taka þjáningar nokkurn tíma enda?

5 Taka þjáningar nokkurn tíma enda?

Hvers vegna er mikilvægt að vita það?

Ef við höfum ástæðu til að trúa að þjáningar taki enda getur vonin um það bætt viðhorf okkar til lífsins og jafnvel viðhorf okkar til Guðs.

Til umhugsunar

Margir myndu vilja binda enda á þjáningar en geta lítið gert til þess. Hugleiddu eftirfarandi:

Þrátt fyrir framfarir í læknavísindum ...

  • eru hjartasjúkdómar enn helsta dánarorsökin.

  • dregur krabbamein milljónir manna til dauða á hverju ári.

  • „stafar heiminum enn ógn af smitsjúkdómum – sem hafa þekkst lengi, eru nýir eða eru að skjóta aftur upp kollinum“, segir dr. David Bloom í tímaritinu Frontiers in Immunology.

Þrátt fyrir efnislega velmegun í sumum löndum ...

  • deyja milljónir barna á hverju ári og oft eru það börn sem búa við fátækt.

  • hafa milljarðar manna ekki aðgang að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu.

  • hafa hundruð milljónir manna ekki aðgang að hreinu vatni.

Þrátt fyrir aukinn skilning á mannréttindum ...

  • viðgengst mansal enn í mörgum löndum, og ríki sem hafa ekki sótt lögbrjóta til saka hafa „ekki komið auga á vandann eða hafa ekki úrræði til að takast á við hann“, segir í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum.

    VILTU VITA MEIRA?

    Horfðu á myndbandið Hvað er ríki Guðs? á jw.org.

Hvað segir Biblían?

Guði er annt um okkur.

Honum stendur ekki á sama um þjáningar okkar og sorgir.

„Hvorki fyrirleit [Guð] hinn hrjáða né virti að vettugi neyð hans. Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum heldur heyrði hróp hans á hjálp.“ – SÁLMUR 22:25.

„Varpið öllum áhyggjum ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.“ – 1. PÉTURSBRÉF 5:7.

Þjáningar verða ekki alltaf til.

Biblían lofar að fyrirætlun Guðs með okkur verði að veruleika.

„Guð ... mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til.“ – OPINBERUNARBÓKIN 21:3, 4.

Guð ætlar að afmá það sem veldur mönnum þjáningum.

Hann notar ríki sitt til þess en Biblían lýsir því sem raunverulegri stjórn.

„Guð himnanna [mun] magna upp ríki sem aldrei mun hrynja og ekki verða selt annarri þjóð í hendur ... en standa sjálft að eilífu.“ – DANÍEL 2:44.