Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Aflaðu þér upplýsinga

Aflaðu þér upplýsinga

Vandinn

Fordómar byggjast oft á vanþekkingu. Hugleiddu eftirfarandi dæmi:

  • Sumir atvinnurekendur hafa ranglega haldið að konur séu ekki hæfar til að sinna vísindalegum eða tæknilegum störfum.

  • Í Evrópu á miðöldum voru Gyðingar ranglega sakaðir um að eitra brunna og dreifa sjúkdómum. Á tímum nasista voru Gyðingar aftur rægðir. En núna voru þeir sakaðir um að hafa valdið efnahagshruninu í Þýskalandi. Í bæði skiptin þurftu Gyðingar að þola mikla fordóma í sinn garð. Og sumir þessara fordóma eru augljósir enn í dag.

  • Margir álykta ranglega að allir sem búa við fötlun séu daprir eða gramir.

Fólk sem trúir lygum sem þessum bendir kannski á dæmi eða sögusagnir sem virðast styðja skoðanir þess. Og því finnst allir sem eru ósammála því vera fáfróðir.

Meginregla

„Kapp er best með forsjá.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 19:2.

Hvað merkir það? Við tökum slæmar ákvarðanir ef við kynnum okkur ekki staðreyndir. Við dæmum fólk ranglega ef við trúum sögusögnum frekar en staðreyndum.

Hvernig er það til góðs að þekkja staðreyndirnar?

Það eru minni líkur á að við trúum algengum en röngum hugmyndum um fólk ef við vitum hvernig það er í raun og veru. Þegar við komumst að því að við höfum fengið rangar upplýsingar um ákveðinn hóp förum við líklega að draga í efa hugmyndir sem við höfum gert okkur um aðra hópa.

Það sem þú getur gert

  • Mundu að alhæfingar um hóp fólks eiga ekki við um alla sem tilheyra hópnum.

  • Mundu að það sem þú veist um aðra er líklega takmarkað.

  • Reyndu að afla þér upplýsinga frá öruggum heimildum.