Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Dásamleg framtíð

Dásamleg framtíð

Satan og djöflar hans verða bráðlega teknir úr umferð.

Satan og djöflar hans munu ekki blekkja mannkynið miklu lengur. Jehóva hefur þegar varpað þeim niður af himni. (Opinberunarbókin 12:9) Í náinni framtíð mun Guð aftur snúa sér gegn Satan og djöflum hans. Jóhannes postuli sá sýn frá Guði og sagði: „Nú sá ég engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin.“ (Opinberunarbókin 20:1-3) Síðar mun Satan og djöflum hans verða eytt að eilífu. — Opinberunarbókin 20:10.

Vondir menn verða einnig afmáðir. — Sálmur 37:9, 10; Lúkas 13:5.

Hinir dánu munu lifa á ný!

Hinir dánu munu snúa aftur til lífs á jörðinni.

Eftir að Satan og djöflum hans hefur verið rutt úr vegi mun Jehóva veita mönnum margvíslega blessun. Þú manst að hinir dánu eru lífvana, þeir eru ekki til. Jesús líkti dauðanum við svefn — djúpan, draumlausan svefn. (Jóhannes 11:11-14) Hann gerði það af því að hann vissi að sú stund kæmi að þeir sem svæfu dauðasvefni yrðu vaktir upp til lífs. Hann sagði: „Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu . . . ganga fram.“ — Jóhannes 5:28, 29; samanber Postulasöguna 24:15.

Þeir verða endurlífgaðir hér á jörðinni. Í stað dánarfregna munu koma ánægjulegar tilkynningar um þá sem hafa verið reistir upp frá dauðum! Þvílík gleði mun fylgja því að bjóða ástvini velkomna til baka frá gröfinni!