Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Formáli

Formáli

Kæri lesandi:

Finnst þér þú vera náinn Guði? Margir telja útilokað að nálgast Guð. Sumir óttast að hann sé of fjarlægur og öðrum finnst þeir ekki verðugir þess að nálgast hann. En Biblían hvetur okkur hlýlega: „Nálgist Guð og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jakobsbréfið 4:8) Jehóva fullvissar tilbiðjendur sína um að hann sé nálægur þeim og segir: „Ég, Jehóva Guð þinn, gríp í hægri hönd þína, ég segi við þig: ‚Vertu ekki hræddur, ég hjálpa þér.‘“ – Jesaja 41:13.

Hvernig getum við eignast svona náið samband við Guð? Vinátta byggist alltaf á því að þekkja hina persónuna, dá hana og meta að verðleikum. Þess vegna er mikilvægt að kynna sér vel það sem Biblían opinberar um eiginleika Guðs og starfshætti. Við styrkjum tengslin við Jehóva Guð ef við íhugum hvernig hann sýnir eiginleika sína, komum auga á hvernig þeir birtust fullkomlega í fari Jesú Krists og skiljum hvernig við getum ræktað þá með okkur. Við sjáum þá að Jehóva er réttmætur og fullkominn alheimsdrottinn. En hann er líka faðirinn sem við þörfnumst öll. Hann er máttugur, réttlátur, vitur og kærleiksríkur og yfirgefur aldrei trúföst börn sín.

Það er von okkar að þessi bók hjálpi þér að styrkja sambandið við Jehóva Guð, að tengjast honum böndum sem aldrei bresta til þess að þú getir lifað og vegsamað hann að eilífu.

Útgefendur