Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrirmynd — Hiskía

Fyrirmynd — Hiskía

Fyrirmynd — Hiskía

Hiskía stendur á tímamótum í lífi sínu. Hann er aðeins 25 ára þegar hann verður konungur í Júda. Hvers konar konungur verður hann? Lætur hann slæmt fordæmi föður síns, Akasar konungs, hafa áhrif á sig? Allt til dauðadags var Akas iðrunarlaus fráhvarfsmaður. Hann ýtti undir tilbeiðslu á heiðnum guðum og brenndi að minnsta kosti einn bróður Hiskía á heiðnu altari. (2. Kroníkubók 28:1-4) En Hiskía lætur ekki hræsni föður síns breyta afstöðu sinni til sannrar tilbeiðslu. Hann veit líka að hann er ekki dæmdur til að gera sömu mistök og faðir hans. Hiskía heldur sér „fast við Drottin“. — 2. Konungabók 18:6, Biblían 1981.

Hæðist annað foreldri þitt að tilbeiðslunni á Jehóva? Beitir það líkamlegu eða andlegu ofbeldi eða er þræll slæmra ávana? Þótt svo sé þarft þú ekki að gera sömu mistök! Hiskía lét sorglegar fjölskylduaðstæður sínar ekki eyðileggja líf sitt. Hann varð meira að segja svo góður konungur að „enginn var honum líkur meðal konunga Júda, hvorki fyrr né síðar“. (2. Konungabók 18:5) Þú getur, líkt og Hiskía, lifað ánægjulegu lífi þrátt fyrir erfiðar fjölskylduaðstæður. Hvernig? Með því að halda þig fast við Jehóva.