Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrirmynd — Páll

Fyrirmynd — Páll

Fyrirmynd — Páll

Páll postuli er raunsær varðandi tilfinningar sínar. Hann viðurkennir opinskátt: „Þótt ég vilji gera hið góða er hið illa mér tamast.“ Páll er góður maður og vill gera vel. „Í hjarta mínu hef ég mætur á lögmáli Guðs,“ skrifar hann. En hvert er þá vandamálið? Páll segir: „Ég sé annað lögmál . . . og það stríðir gegn lögmáli hugar míns, hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.“ Páll er ekki ánægður þegar hann gerir mistök. „Ég aumur maður!“ segir hann. — Rómverjabréfið 7:21-24.

Líður þér illa yfir mistökum þínum? Ef svo er, skaltu muna að jafnvel Páli leið stundum þannig. En Páll vissi líka að Kristur dó fyrir fólk eins og hann, enda sagði hann: „Guði sé lof að Jesús Kristur, Drottinn vor, frelsar.“ (Rómverjabréfið 7:24) Páll leit á lausnarfórnina sem persónulega gjöf til sín. Hann skrifaði: „[Guðs sonur] elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“ (Galatabréfið 2:20) Þegar þér líður illa skaltu hugsa um lausnarfórnina. Og ef gallar þínir draga úr þér kjarkinn skaltu muna að Kristur dó fyrir syndara, ekki fyrir fullkomið fólk.