Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 3

„Guð er kærleikur“

„Guð er kærleikur“

(1. Jóhannesarbréf 4:7, 8)

1. Guð er elska og hann býður:

Ávallt fetið kærleiksslóð.

Þegar við hvert annað elskum

ástundum við verkin góð.

Hér er fólginn lífsins lykill,

lífsins sem við stefnum að.

Kærleikur sem Kristur sýndi

knýr til verka’ á hverjum stað.

2. Sannleiksást til verka vekur,

viljum elska líkt og hann.

Þegar við samt brotleg bregðumst

byggir hann upp nýjan mann.

Kærleikur ei öfund elur,

allt hann umber, góðgjarn er.

Bróðurelsku ræktum ráðvönd,

reynum hvers hún megnar hér.

3. Gremjuna skal ekki ala,

aldri hún þér stjórna má.

Lít til Guðs sem ljúfur leiðir,

lög sín lætur hann þig sjá.

Elska Guð og einnig mannfólk,

allt í þessum orðum býr.

Sýnum öðrum sanna elsku,

ástúðin þá okkur knýr.