Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 63

Sýnum tryggð

Sýnum tryggð

(Sálmur 18:25)

1. Tryggð við sýnum sönnum Guði,

trygga sönnum okkar trú.

Sem hans vígðir vottar stöndum,

boð hans viljum þekkja nú.

Ráð hans aldrei bregðast okkur,

hlýðum orðum skaparans.

Hann er tryggur, treystum honum,

aldrei týnum vegi hans.

2. Tryggð við bræður sanna sýnum,

þolum saman raunastund.

Treystum alltaf, góðvild glæðum,

réttum glöð fram hjálparmund.

Heiðrum alla bræður okkar,

treystum okkar bræðrabönd.

Orð Guðs bindur okkur betur

kærleiksböndum um öll lönd.

3. Tryggð við sýnum, leiðsögn lútum,

þeim sem leiða Drottins hjörð.

Ráðum þeirra fús við fylgjum

sem um fræðslu standa vörð.

Þá mun blessun okkar bíða,

kvöl Guð bætir engri við.

Þegar trygg og trúföst erum

veitir trúr Guð okkur grið.