Söngur 14
Allt verður nýtt
1. Nú táknin um ríki Guðs sýna það sett,
þar sonur hans veldinu stjórnar rétt.
Af Satan hann sigur úr býtum bar
og brátt ræður Guðs vilji alls staðar.
(VIÐLAG)
Guðs tjaldbúð meðal manna er,
nú mun hann sjálfur búa hér.
Um aldur sorgin engan amar
og engan dauðinn kvelur framar.
Guð segir: „Endurnýjast allt skal nú,
mín orð eru sönn og trú.“
2. Hér borgin sú helga nú blasir við sýn,
hún brúður er lambsins og fögur skín.
Og konungleg gimsteinaklæði ber
en krýnd ljósi Jehóva ávallt er.
(VIÐLAG)
Guðs tjaldbúð meðal manna er,
nú mun hann sjálfur búa hér.
Um aldur sorgin engan amar
og engan dauðinn kvelur framar.
Guð segir: „Endurnýjast allt skal nú,
mín orð eru sönn og trú.“
3. Hún færa mun mönnunum gleðinnar gnótt
með galopin hliðin sín dag og nótt.
Hver þjóð mun þá lifa í ljósi því
sem lausnarans vinir nú ganga í.
(VIÐLAG)
Guðs tjaldbúð meðal manna er,
nú mun hann sjálfur búa hér.
Um aldur sorgin engan amar
og engan dauðinn kvelur framar.
Guð segir: „Endurnýjast allt skal nú,
mín orð eru sönn og trú.“
(Sjá einnig Matt.16:3; Opinb.12:7-9; 21:23-25.)