Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 16

Flýið til Guðsríkis

Flýið til Guðsríkis

(Sefanía 2:3)

1. Leitið þið Jehóva auðmjúk og einlæg,

ástundið hógværð og réttlæti nú.

Þá má vel vera á þrengingardegi

að þið verðið falin í trú.

(VIÐLAG)

Flýið til Guðsríkis, grípið þá von,

gefið því stuðning og þrótt.

Hljótið þar skjól Guðs og hans góðu blessun,

hlýðið Guðs skipunum fljótt.

2. Komið, sem réttláta lífsins nú leitið,

losið þið ykkur við sorganna bönd.

Komið í frelsið frá kúgarans valdi

og Kristi svo gangið á hönd.

(VIÐLAG)

Flýið til Guðsríkis, grípið þá von,

gefið því stuðning og þrótt.

Hljótið þar skjól Guðs og hans góðu blessun,

hlýðið Guðs skipunum fljótt.

3. Lyftið upp höfðum og lítið á táknið,

ljóst það nú gerir að ríkið er hér.

Ljósið frá Jehóva ánægð því elskið

og óttist þið hann eins og ber.

(VIÐLAG)

Flýið til Guðsríkis, grípið þá von,

gefið því stuðning og þrótt.

Hljótið þar skjól Guðs og hans góðu blessun,

hlýðið Guðs skipunum fljótt.