Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 30

Jehóva tekur völd

Jehóva tekur völd

(Opinberunarbókin 11:15)

1. Dýrlegur dagur nú er, Drottins stjórn brátt ríkir hér,

í Síon hefur lagt hornsteininn sinn.

Raust okkar hefjum upp hátt, hljómi Guðs lofsöngur dátt,

sestur í konungsstól er Kristur, frelsarinn.

(VIÐLAG)

Hvað berðu ríki þegnum þínum?

Þekking og sigur sannleikans.

Hvað berðu auk þess þegnum þínum?

Þeim eilíft líf, gjöf skaparans.

Lofið alheims dýrðar Drottin,

dásemdir og kærleik hans.

2. Ný stjórn Krists nú völdin á, nær Harmagedón er þá,

heimskerfi Satans því hverfa mun fljótt.

Starf okkar auka nú má, enn þarf til margra að ná.

Hjálpum þeim hógværu að hlýða kalli skjótt.

(VIÐLAG)

Hvað berðu ríki þegnum þínum?

Þekking og sigur sannleikans.

Hvað berðu auk þess þegnum þínum?

Þeim eilíft líf, gjöf skaparans.

Lofið alheims dýrðar Drottin,

dásemdir og kærleik hans.

3. Krist mikils metum við hér, hann mikilfenglegur er,

kemur í Guðs nafni konungurinn.

Um mikið musterishlið með sáttarhug göngum við,

brátt rennur stundin upp er stjórnar skaparinn.

(VIÐLAG)

Hvað berðu ríki þegnum þínum?

Þekking og sigur sannleikans.

Hvað berðu auk þess þegnum þínum?

Þeim eilíft líf, gjöf skaparans.

Lofið alheims dýrðar Drottin,

dásemdir og kærleik hans.