Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 42

Önnumst óstyrka

Önnumst óstyrka

(Postulasagan 20:35)

1. Margan manninn veikleikar

mæða oft og hrjá.

Augljós er ást Jehóva

allir hana sjá.

Mikil er miskunn hans,

máttug ást skaparans.

Sama kærleik sýnum þeim

sem þarf hjálp að fá.

2. Veikur ég með veikum er,

viðhorf Páls það var.

Kristur sitt blóð sjálfur gaf,

syndir okkar bar.

Guð veikum gefur þrótt,

gjarnan þá styrkir fljótt.

Hjálpum þeim sem þrálátar

þjaka kvalirnar.

3. Frekar en að fordæma

festum hug á því,

oftast meir má ávinna

ef við erum hlý.

Uppörvun ástundum,

elsku Guðs ígrundum.

Ef við aðstoð færum fús

fá menn styrk á ný.