Söngur 65
„Þetta er vegurinn“
1. Um friðarveg þú veist
og þekkir vel þá slóð.
Þá leið þú lærðir um
sem forðum lýsti þjóð.
Þér kenndi kristna braut
rödd mikla kennarans.
Þann veg þú skynjar skýrt
í orði skaparans.
(VIÐLAG)
Um lífsins veg, þú veist um lífsins veg,
sú leið þér verði ófrávíkjanleg.
Guð sjálfur vísar á lífsins veg.
Lít aldrei við sem velur lífsins veg.
2. Um kærleiksveg þú veist
og hann nú verndar þig.
Þar Guð þér fræðslu fær
og lætur finna sig.
Hans elska örlát er
og einnig afar sterk.
Sú kærleiksslóð er sönn
og öll þín snertir verk.
(VIÐLAG)
Um lífsins veg, þú veist um lífsins veg,
sú leið þér verði ófrávíkjanleg.
Guð sjálfur vísar á lífsins veg.
Lít aldrei við sem velur lífsins veg.
3. Við þekkjum lífsins leið
sem orð Guðs lýsir á.
Þann veg sem æðri er
við finnum aldrei þá.
Nú friðargötu greitt
við fetum góðviljuð.
Á þeirri ljúfu leið
við þakklát lofum Guð.
(VIÐLAG)
Um lífsins veg, þú veist um lífsins veg,
sú leið þér verði ófrávíkjanleg.
Guð sjálfur vísar á lífsins veg.
Lít aldrei við sem velur lífsins veg.
(Sjá einnig Sálm. 32:8; 139:24; Orðskv. 6:23.)