Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 47

Boðið fagnaðarerindið

Boðið fagnaðarerindið

(Opinberunarbókin 14:6, 7)

1. Um ríki Guðs margt hjúpi forðum hulið var.

Nú höfum við um niðjann fengið augljóst svar.

Því mönnum sýndi Jehóva þá mikla náð,

á mannkyni sá aumur sem var syndum hrjáð.

Á réttum tíma stjórn Guðs yrði stofnsett þá

og stjórna skyldi sonur hans allri jörðu á.

Um síðir gat Guð brúði leitt til sonarins

því sjálfur kaus hann litla hjörð til himinsins.

2. Menn vissu af þeim boðskap sem nú víða fer,

Guð vill að hann sé öllum gerður opinber.

Hans englum þykir yndislegt að flytja hann

og ásamt þeim við boðum ríkissannleikann.

Við höfum öll þá skyldu og þann heiður nú

að helga nafnið hans og lofa hann trygg og trú.

Það vegsemd er að vera vottur skaparans

og vitna um hinn eilíflega boðskap hans.