Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 54

Við verðum að hafa trúna

Við verðum að hafa trúna

(Hebreabréfið 10:38, 39)

1. Oft Guð fyrrum mælti mannanna til,

því miðluðu spámenn um storð.

En nú eru boð hans: „Iðrist þið menn.“

Það eru frelsarans orð.

(VIÐLAG)

Áttu sterka staðfasta trú?

Hana styrktu til að fá líf.

Sanna öll þín verk trú og tryggð?

Þess konar trú er okkur örugg hlíf.

2. Því boði Krists fylgjum fúslega nú

og flytjum Guðs orð eins og hann.

Við djörf kynnum mönnum dásemdir Guðs

og dyljum ei sannleikann.

(VIÐLAG)

Áttu sterka staðfasta trú?

Hana styrktu til að fá líf.

Sanna öll þín verk trú og tryggð?

Þess konar trú er okkur örugg hlíf.

3. Sönn trú er sem öruggt akkeri traust,

við aldrei því hörfum burt hrædd.

Þótt óvinir rísi okkur í mót

um hjálp Guðs erum við frædd.

(VIÐLAG)

Áttu sterka staðfasta trú?

Hana styrktu til að fá líf.

Sanna öll þín verk trú og tryggð?

Þess konar trú er okkur örugg hlíf.