Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 94

Ánægð með góðar gjafir Guðs

Ánægð með góðar gjafir Guðs

(Jakobsbréfið 1:17)

1. Hver gáfa góð og gjöf hver væn,

öll gæðin bestu hér,

það allt er gefur gildi mest

frá Guði sjálfum er.

Hjá honum engin umbreyting

og ekki minnsta flökt.

Hann uppspretta er alls hins besta,

það okkur er svo glöggt.

2. Við höfum ekki áhyggjur

og óttumst ei um líf.

Hans þekkjum ást og umhyggju

sem öllu veitir hlíf

Við eyðum ekki ævinni

í einskisverðug mál.

Við gjafir Guðs svo ánægð unum

en ekki þras og prjál.

3. Hið háleita í heiminum

er hégómi í raun.

Því nýtum tímann nú sem best

svo náðar öðlumst laun.

En auði geymdum Guði hjá

ei grandar líf né hel.

Það verðmætt er að vera ánægð

og vernda augað vel.