Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 119

Komið og endurnærist

Komið og endurnærist

(Hebrearbréfið 10:24, 25)

1. Í vegvilltum heimi nú við erum stödd,

á vegum Guðs kann hann ei skil.

Við leiðsagnar þörfnumst á lífsleiðinni

og leitum Guðs boðorða til.

En samkomur minna á sannleikans von

og saman þar uppbyggjum trú.

Þær hvetja til verka á kærleika byggð,

ljá kraft svo að gefumst ei upp.

Ei safnaðarsamkomur vanrækjum við,

að vilja Guðs ástundum leit.

Þar fræðsluna öðlumst um fegurra líf

þar fús treystum öll okkar heit.

2. En þarfirnar Jehóva þekkir langbest,

við þurfum oft uppfræðslustund.

Er tökum frá tíma í samkomusókn,

við sýnum traust og hyggna lund.

Með heilnæmri fræðslu Guðs hirðunum frá,

við hyggindin aukum og traust.

Með ástríkum stuðningi alls bræðralags,

þá aldrei við stöndum alein.

Á meðan við hlökkum til mun betra lífs

við mætum með ástvinum hér

og lærum að ganga um viskunnar veg,

já, visku sem ofan að er.