Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

6. HLUTI

Hvað lærum við af Nóaflóðinu?

Hvað lærum við af Nóaflóðinu?

Guð eyddi hinum illu en bjargaði Nóa og fjölskyldu hans. 1. Mósebók 7:11, 12, 23

Það rigndi í 40 daga og 40 nætur. Vatnið huldi alla jörðina. Þeir sem voru illir dóu.

Englarnir, sem gerðu uppreisn, yfirgáfu mannslíkamann og urðu illir andar.

Þeir sem voru í örkinni lifðu af flóðið. Nói og fjölskylda hans dóu að lokum en Guð á eftir að reisa þau aftur til lífs. Þá geta þau lifað að eilífu.

Guð mun aftur eyða hinum illu og bjarga hinum góðu. Matteus 24:37-39

Satan og illu andarnir halda áfram að blekkja fólk.

Jehóva elskar mennina en margir hafna leiðsögn hans alveg eins og á dögum Nóa. Bráðlega eyðir Jehóva öllum illum mönnum. – 2. Pétursbréf 2:5, 6.

Vottar Jehóva líkjast Nóa. Þeir hlusta á Guð og fara eftir því sem hann segir.