Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

2. HLUTI

Hvers vegna köllum við okkur Votta Jehóva?

Hvers vegna köllum við okkur Votta Jehóva?

Nói

Abraham og Sara

Móse

Jesús Kristur

Margir halda að nafngiftin Vottar Jehóva sé fremur ný af nálinni en svo er ekki. Þjónar hins sanna Guðs voru kallaðir „vottar“ hans fyrir meira en 2.700 árum. (Jesaja 43:10-12) Fram til 1931 kölluðum við okkur Biblíunemendur. Af hverju tókum við þá upp nafnið Vottar Jehóva?

Það bendir á Guð okkar. Nafnið Jehóva stendur mörg þúsund sinnum í fornum handritum Biblíunnar. Í mörgum þýðingum hennar hafa verið settir titlar eins og Drottinn eða Guð í staðinn. Hinn sanni Guð opinberaði hins vegar Móse að hann héti Jehóva og sagði: „Þetta er nafn mitt um aldur og ævi.“ (2. Mósebók 3:15; 6:3, neðanmáls) Þannig aðgreindi hann sig frá öllum falsguðum. Við erum stolt af því að mega bera heilagt nafn Guðs.

Það lýsir hlutverki okkar. Í aldanna rás vitnaði fjöldi fólks um trú sína á Jehóva. Hinn réttláti Abel var fyrstur þessara „fjölda votta“, en af öðrum má meðal annars nefna Nóa, Abraham, Söru, Móse og Davíð. (Hebreabréfið 11:4–12:1) Við erum staðráðin í að boða sannleikann um þann Guð sem við tilbiðjum, ekki ósvipað og maður sem vitnar fyrir rétti um sakleysi annars.

Við líkjum eftir Jesú. Í Biblíunni er hann nefndur „votturinn trúi og sanni“. (Opinberunarbókin 3:14) Jesús sagðist hafa opinberað nafn Guðs og borið vitni sannleikanum um hann. (Jóhannes 17:26; 18:37) Sannir fylgjendur Krists verða þess vegna að bera nafn Jehóva og kunngera það. Vottar Jehóva leitast við að gera það.

  • Af hverju tóku Biblíunemendurnir upp nafnið Vottar Jehóva?

  • Hve lengi hefur Jehóva átt sér votta á jörðinni?

  • Hver er mesti vottur Jehóva?