Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

24HLUTI

Hvernig er alþjóðlegt starf okkar fjármagnað?

Hvernig er alþjóðlegt starf okkar fjármagnað?

Nepal

Tógó

Bretland

Söfnuður okkar gefur út á hverju ári biblíur og önnur rit í hundraða milljóna tali. Þeim er dreift endurgjaldslaust. Við byggjum ríkissali og deildarskrifstofur og viðhöldum þeim. Söfnuðurinn heldur uppi þúsundum Betelíta og trúboða og veitir neyðaraðstoð þegar náttúruhamfarir verða. Þér er kannski spurn hvernig við fjármögnum allt þetta.

Við innheimtum hvorki félagsgjöld, greiðum tíund né stundum fjársafnanir. Þótt það kosti sitt að fjármagna boðun fagnaðarerindisins höfum við aldrei falast eftir framlögum. Í öðru tölublaði Varðturnsins seint á 19. öld stóð að við teljum Jehóva standa að baki starfi okkar og við munum „aldrei betla eða biðja menn um stuðning“ – og það höfum við aldrei gert. – Matteus 10:8.

Starsemi okkar er fjármögnuð með frjálsum framlögum. Margir kunna vel að meta biblíufræðsluna sem við stöndum fyrir og leggja henni lið með fjárframlögum. Safnaðarmenn um allan heim gefa sjálfir fúslega af tíma sínum, kröftum og fjármunum til að gera vilja Guðs. (1. Kroníkubók 29:9) Í ríkissalnum og á mótum okkar eru baukar fyrir framlög þeirra sem vilja láta eitthvað af hendi rakna. Einnig er hægt að gefa framlög á vefsetri okkar, jw.org. Aflafé safnaðarins kemur að stærstum hluta frá fólki sem hefur ekki úr miklu að spila, ekki ósvipað og fátæka ekkjan sem Jesús hrósaði fyrir að leggja tvo smápeninga í fjárhirslu musterisins. (Lúkas 21:1-4) Allir sem vilja geta lagt eitthvað af mörkum að staðaldri eins og þeir hafa „ásett sér í hjarta sínu“. – 1. Korintubréf 16:2; 2. Korintubréf 9:7.

Við efumst ekki um að Jehóva haldi áfram að hreyfa við hjörtum þeirra sem langar til að ,tigna hann með eigum sínum‘ með því að styðja boðunarstarfið og stuðla þar með að því að vilji hans nái fram að ganga. – Orðskviðirnir 3:9.

  • Að hvaða leyti er söfnuður Votta Jehóva ólíkur öðrum trúfélögum?

  • Hvernig eru framlögin notuð?