Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

15. HLUTI

Af hverju ættirðu að halda áfram?

Af hverju ættirðu að halda áfram?

1. Hvaða gagn hefurðu af áframhaldandi biblíunámi?

Þetta yfirlit yfir undirstöðukenningar Biblíunnar hefur vafalaust vakið með þér kærleika til Jehóva. Þennan kærleika þarf að rækta jafnt og þétt. (1. Pétursbréf 2:2) Von þín um eilíft líf er undir því komin að þú haldir áfram að styrkja tengslin við Guð með biblíunámi. – Lestu Jóhannes 17:3; Júdasarbréfið 21.

Með því að kynnast Guði betur styrkirðu trúna. Trúin hjálpar þér síðan að þóknast Guði. (Hebreabréfið 11:1, 6) Hún verður þér hvatning til að taka sinnaskiptum og gera jákvæðar breytingar á lífi þínu. – Lestu Postulasöguna 3:19, 20.

2. Hvernig geta aðrir notið góðs af þekkingu þinni á Guði?

Þú getur eignast náið samband við Jehóva.

Það er eðlilegt að þig langi til að segja öðrum frá því sem þú hefur lært. Öllum finnst ánægjulegt að segja gleðilegar fréttir. Með áframhaldandi biblíunámi lærirðu að nota Biblíuna til að færa rök fyrir trú þinni á Jehóva og gleðifréttirnar um ríki hans. – Lestu Rómverjabréfið 10:13-15.

Flestir byrja á því að tala við vini og ættingja. Vertu háttvís. Segðu þeim frekar frá loforðum Guðs en að benda þeim á að trú þeirra sé ekki á rökum reist. Og mundu að góð framkoma hefur oft meiri áhrif á fólk en orðin ein. – Lestu 2. Tímóteusarbréf 2:24, 25.

3. Hvers konar samband geturðu átt við Guð?

Biblíunám hjálpar þér að styrkja tengslin við Jehóva Guð. Að lokum geturðu eignast náið samband við hann. Þú getur tilheyrt fjölskyldu hans og átt hann að föður. – Lestu 2. Korintubréf 6:18.

4. Hvernig geturðu tekið enn meiri framförum?

Með áframhaldandi biblíunámi getur þú lært að beita meginreglum Biblíunnar. (Hebreabréfið 5:13, 14) Biddu einhvern í söfnuði Votta Jehóva að aðstoða þig við biblíunám með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían? Því meira sem þú lærir af Biblíunni því farsælli verðurðu í lífinu. – Lestu Sálm 1:1-3; 73:27, 28.

Jehóva er glaður Guð og gleðifréttirnar eru frá honum. Þú getur styrkt sambandið við hann með því að eiga nánari samskipti við þjóna hans. (Hebreabréfið 10:24, 25) Með því að leggja þig fram um að þóknast Jehóva ertu að sækjast eftir hinu sanna lífi – eilífu lífi. Að tengjast Guði nánum böndum er það besta sem þú getur gert. – Lestu 1. Tímóteusarbréf 6:19.