Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

9. KAFLI

Jeremía vildi ekki hætta að tala um Jehóva

Jeremía vildi ekki hætta að tala um Jehóva

Af hverju eru mennirnir reiðir við Jeremía?

Með hjálp Jehóva var Jeremía bjargað.

Stundum gerir fólk grín að okkur eða verður reitt við okkur þegar við segjum því frá Jehóva Guði. Þá langar okkur kannski til að hætta að tala um hann. Hefur þig einhvern tíma langað til þess? – Í Biblíunni er talað um ungan mann sem elskaði Jehóva en hætti næstum því að segja öðrum frá honum. Hann hét Jeremía. Við skulum kynnast honum betur.

Þegar Jeremía var ungur bað Jehóva hann að segja fólkinu að hætta að gera það sem er illt. Það var erfitt fyrir Jeremía og hann var mjög hræddur. Hann sagði við Jehóva: ,Hvað á ég að segja fólkinu? Ég er bara strákur.‘ En Jehóva sagði: ,Vertu ekki hræddur. Ég skal hjálpa þér.‘

Jeremía sagði því fólkinu að því yrði refsað ef það breytti ekki hegðun sinni. Gerði fólkið það sem Jeremía sagði því að gera? – Nei. Það gerði grín að honum eða varð mjög reitt við hann. Sumir vildu meira að segja drepa hann! Hvernig heldurðu að Jeremía hafi liðið? – Hann var hræddur og sagði: ,Ég ætla aldrei aftur að tala um Jehóva.‘ En gafst hann alveg upp? – Nei, hann gerði það ekki. Hann elskaði Jehóva svo heitt að hann vildi ekki hætta að tala um hann. Og Jehóva verndaði Jeremía af því að hann gafst ekki upp.

Einu sinni köstuðu vondir menn Jeremía ofan í djúpa gryfju sem var full af leðju. Hann hafði hvorki mat né vatn. Mennirnir vonuðust til að Jeremía myndi deyja þarna í gryfjunni. En með hjálp Jehóva var honum bjargað.

Hvað geturðu lært af Jeremía? – Jafnvel þótt hann væri stundum hræddur vildi hann samt ekki hætta að tala um Jehóva. Þegar þú segir öðrum frá Jehóva gera þeir ef til vill grín að þér eða verða reiðir við þig. Þá verður þú kannski vandræðalegur eða hræddur. Gefstu samt aldrei upp á að segja öðrum frá Jehóva. Hann mun alltaf hjálpa þér, alveg eins og hann hjálpaði Jeremía.