Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Til vinstri: Systir í Alabama í Bandaríkjunum spilar ræðu bróður Rutherfords af hljómplötu nokkru fyrir 1940. Til hægri: Sviss.

1. HLUTI

Sannleikurinn um ríki Guðs – að miðla andlegri fæðu

Sannleikurinn um ríki Guðs – að miðla andlegri fæðu

AUGU biblíunemandans ljóma þegar hann skilur versið sem þið voruð að lesa. Hann spyr þig með hægð: „Ertu að segja mér að Biblían kenni að við getum lifað að eilífu í paradís – hér á jörðinni?“ Starfsfélagi þinn svarar brosandi: „Hvað sýnist þér Biblían segja?“ Nemandinn gapir af undrun. „Ég skil bara ekki að enginn skuli hafa sagt mér þetta fyrr.“ Það rifjast upp fyrir þér að hann sagði eitthvað svipað fyrir nokkrum vikum þegar hann heyrði í fyrsta sinn að Guð heiti Jehóva.

Hefurðu einhvern tíma upplifað eitthvað þessu líkt? Margir þjónar Guðs hafa gert það. Fátt minnir okkur eins sterkt á það hve dýrmæt gjöf það er að þekkja sannleikann. En hugsaðu nú málið. Hvernig fékkst þú þessa gjöf? Við leitum svars við því í þessum hluta bókarinnar. Fólk Guðs hefur verið upplýst um sannleikann með ákveðnum hætti, og það sannar svo ekki verður um villst að ríki Guðs er raunverulegt. Konungurinn, Jesús Kristur, hefur séð til þess í heila öld að þjónar Guðs fái að vita sannleikann.

Í ÞESSUM HLUTA

3. KAFLI

Jehóva opinberar fyrirætlun sína

Var ríki Guðs þáttur í fyrirætlun hans frá upphafi? Hvernig varpaði Jesús ljósi á ríki Guðs?

4. KAFLI

Jehóva upphefur nafn sitt

Hvernig hefur ríki Guðs upphafið nafn hans? Hvernig getur þú átt þátt í að helga nafn Jehóva?

5. KAFLI

Konungurinn varpar ljósi á ríkið

Fáðu skýrari mynd af ríki Guðs, stjórnendum þess, þegnum og kröfunni um hollustu.