Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 19

Kvöldmáltíð Drottins

Kvöldmáltíð Drottins

(Matteus 26:26-30)

  1. 1. Guð Jehóva, himneski faðir,

    nú höldum við minningarkvöld.

    Forðum mannkyn gat séð að þinn kærleikur réð,

    þitt réttlæti var þá við völd.

    Blóð páskalambs verndaði fólk þitt

    og þrælkun það frelsaði frá.

    Öldum síðar Krists blóð reyndist öllum fórn góð

    og var uppfylling á fornri spá.

  2. 2. En brauðið og vínið þau minna

    á fórnina sem dýrkeypt var.

    Þannig eignuðumst von

    er þú gafst einkason

    sem hlýðinn til dauða gaf svar.

    Með þakklæti höldum nú hátíð,

    í kvöld rifjum upp kærleiksverk,

    hvernig dýrt lausnargjald

    leysti grimmt dauðans hald,

    okkur frelsar sú fórnargjöf merk.

  3. 3. Nú höfum við safnast öll saman,

    þitt boð fengum og mættum hér.

    Krist þú sendir af ást,

    aldrei mönnunum brást,

    því lofsöng nú flytjum við þér.

    Þig heiðrar hver minningarhátíð,

    hún hjarta og hug styrkja má.

    Fylgjum Kristi hvern dag, eflist þá bræðralag,

    lífið fáum svo eilíft þér frá.