Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 44

Bæn hins bágstadda

Bæn hins bágstadda

(Sálmur 4:2)

  1. 1. Guð Jehóva, ég bið til þín,

    æ, heyr mitt bænaróp.

    Því hyldjúp sárin gróa seint

    sem lífsins ok mér skóp.

    Tíð vonbrigði og depurð hafa dregið

    mátt úr mér.

    Ó, Drottinn minn, Guð huggunar,

    ég leita skjóls hjá þér.

    (VIÐLAG)

    Mig reistu við og veittu þrótt

    og trausta von gegn efans sótt.

    Ég ráðalaus þín leita nú.

    Jehóva, gef mér kraft og trú.

  2. 2. Þitt orð mig ætíð huggar og

    mér hæli veitir það,

    mál hjartans tjáir, kennd sem ég

    kem ekki orðum að.

    Með orði þínu trúarstyrk og

    traustið gefðu mér,

    að treysta því að ást þín meiri

    hjarta mínu er.

    (VIÐLAG)

    Mig reistu við og veittu þrótt

    og trausta von gegn efans sótt.

    Ég ráðalaus þín leita nú.

    Jehóva, gef mér kraft og trú.