Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 100

Verum gestrisin

Verum gestrisin

(Postulasagan 17:7)

  1. 1. Af Guði getum lært sanna gestrisni,

    hann annast mannkyn án allrar hlutdrægni.

    Hann gefur regn og sól

    og einnig líf og skjól

    og fyllir hjörtun fögnuði með.

    Ef lítilmagnanum veitum hlýja vörn

    við líkjumst Jehóva sem hans elskuð börn.

    Guð endurgeldur allt,

    við fáum það margfalt,

    hann getur okkar gestrisni séð.

  2. 2. Við getum aldrei vitað hvað af því hlýst

    að veita öðrum hjálp sem þeim getur nýst.

    Við látum okkar ást

    til ókunnugra sjást,

    af alúð réttum þeim hjálparhönd.

    Sem Lýdía við segjum: „Kom heim til mín.“

    Þau finna hvíld og frið ef þau njóta sín.

    Því faðir okkar kann

    að meta sérhvern mann

    sem fer að dæmi hans um öll lönd.