Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 117

Endurspeglum gæsku Guðs

Endurspeglum gæsku Guðs

(2. Kroníkubók 6:41)

  1. 1. Þú ert gjafmildur og góður,

    blessun gefur sérhvern dag.

    Ávallt traust og trygg þín gæska,

    sinnir trúrra þjóna hag.

    Guð, þú sýnir meiri miskunn

    en við megum búast við.

    Þú átt skilið dygga dýrkun,

    glöð við dveljum þér við hlið.

  2. 2. Gæska þín æ endurspeglast

    ávallt er við breytum vel.

    Boðun okkar ber því vitni,

    einnig blíðlegt hugarþel.

    Hirðar góðir, gæðakennslan,

    eru gjafir um öll lönd.

    Veittu ávallt andann helga,

    stýrðu okkar hug og hönd.

  3. 3. Viltu glæða gæskuverkin

    þegar gefum stórt og smátt.

    Bræðrum velvild viljum sýna,

    láta verkin tala hátt.

    Út um bæi, út um borgir,

    meðal bræðra, heima við,

    viltu gefa andann góða,

    þá við getum veitt þeim lið.