SÖNGUR 120
Líkjum eftir hógværð Krists
-
1. Sem Messías Jesús af mönnunum bar,
við metorð og hégóma alveg laus var.
Með hlutverk í ætlan Guðs æðsta hann fer,
samt ávallt hann hógvær af hjartanu er.
-
2. En hverjum sem níðþungar byrðarnar ber
hann býður: „Ég létta skal fargi af þér.“
Að leita fyrst Guðsríkis léttir hvert spor,
hinn ljúflyndi hylli Krists öðlast og þor.
-
3. Við öll erum bræður, það eru Krists orð,
því auðmjúk við leitum í hans nægtaborð.
Um milda og hógværa heldur Guð vörð,
þeim heitir að þeir muni erfa hans jörð.
(Sjá einnig Orðskv. 3:34; Matt. 5:5; 23:8; Rómv. 12:16.)