SÖNGUR 126
Vakið, standið stöðug, verið styrk
-
1. Vakið stöðug, styrk og þolgóð,
verið staðráðin í því.
Ætíð karlmannleg og kröftug,
eflið kjarkinn þrautum í.
Fylgjum huguð Drottins helgu leið
ríki hans við sórum tryggðareið.
(VIÐLAG)
Ætíð stöndum stöðug í trúnni,
þreyjum staðföst okkar skeið.
-
2. Vakið algáð allar stundir,
hlýðið ætíð Drottins bón.
Verið næm á Krists stjórn núna
er hann notar trúan þjón.
Verum öldungunum aldrei reið
því þeir okkur bjarga oft úr neyð.
(VIÐLAG)
Ætíð stöndum stöðug í trúnni,
þreyjum staðföst okkar skeið.
-
3. Vakið sameinuð og sáttfús,
Drottins sannleik verjið þið.
Standi andstæð öfl því móti
samt til enda boðum við.
Látum lofgjörð óma’ um löndin heið
því að langt er runnið lokaskeið.
(VIÐLAG)
Ætíð stöndum stöðug í trúnni,
þreyjum staðföst okkar skeið.
(Sjá einnig Matt. 24:13; Hebr. 13:7,17; 1. Pét. 5:8.)