Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 142

Höldum fast í vonina

Höldum fast í vonina

(Hebreabréfið 6:18, 19)

  1. 1. Menn hafa þreifað í myrkrinu um aldir,

    með þeirri leit hafa reynt að grípa vind.

    Vanhæfir eru þeir allir því taldir,

    engan þeir leysa frá erfðasynd.

    (VIÐLAG)

    Gleðjumst því hér, ríki Guðs stofnsett er,

    og Guðs sonur okkur gegn óttanum ver.

    Loks mönnum hjá endar harmur og vá

    svo höldum sem akkeri von okkar þá.

  2. 2. „Dagurinn nálgast!“ Guðs djörfu þjónar boða,

    dylgjur um seinlæti Guðs nú þagna brátt.

    Sköpun er stynur hann verndar frá voða,

    vegsemd um Jehóva syngur dátt.

    (VIÐLAG)

    Gleðjumst því hér, ríki Guðs stofnsett er,

    og Guðs sonur okkur gegn óttanum ver.

    Loks mönnum hjá endar harmur og vá

    svo höldum sem akkeri von okkar þá.