SÖNGUR 144
Horfðu á sigurlaunin
-
1. Þegar augu blindra aftur sjá,
sérhvert eyra aftur heyra má,
glaðar barnaraddir berast þeim
og bergmála um allan heim.
Hinir látnu fá þá líf á ný
til að lifa sönnum friði í.
(VIÐLAG)
Þessi hamingja þér hlotnast má
ef horfirðu sigurlaun á.
-
2. Þegar lamb og úlfur eru’ á beit,
sólin yljar kálf og birnu heit,
þau mun lítill drengur leiða öll
og ljúf þau þýðast barnsins köll.
Engin tár né trega líta má,
óttans tangarhald er liðið hjá.
(VIÐLAG)
Þessi hamingja þér hlotnast má
ef horfirðu sigurlaun á.
(Sjá einnig Jes. 11:6-9; 35:5-7; Jóh. 11:24.)