Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÞJÁLFUNARLIÐUR 12

Hlýja og samkennd

Hlýja og samkennd

1. Þessaloníkubréf 2:7, 8

YFIRLIT: Talaðu af einlægni og sýndu áheyrendum þínum að þér sé annt um þá.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Hafðu áheyrendur þína í huga. Hugsaðu um þá erfiðleika sem þeir þurfa að takast á við. Reyndu að gera þér í hugarlund hvernig þeim líður.

  • Veldu orð þín vandlega. Leitastu við að hressa áheyrendur þína við, hugga þá og hvetja. Forðastu orðalag sem gæti móðgað þá að óþörfu og talaðu hvorki niðrandi um fólk sem trúir ekki á Jehóva né trúarskoðanir þeirra.

  • Sýndu áhuga. Sýndu áheyrendum þínum með vingjarnlegum raddblæ og viðeigandi tilburðum að þér sé annt um þá. Vertu meðvitaður um svipbrigðin sem þú vilt sýna og vertu brosmildur.