Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÞJÁLFUNARLIÐUR 17

Skýrt og auðskilið

Skýrt og auðskilið

1. Korintubréf 14:9

YFIRLIT: Hjálpaðu áheyrendum þínum að skilja merkingu þess sem þú hefur að segja.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Rannsakaðu efnið vandlega. Til að geta útskýrt efnið á einfaldan hátt með eigin orðum þarftu að skilja efnið vel.

  • Notaðu stuttar setningar og einfalt orðalag. Þótt langar setningar geti átt rétt á sér skaltu kynna aðalatriði með hnitmiðuðu orðalagi og setningum.

  • Útskýrðu framandi hugtök. Forðastu orðalag sem áheyrendum gæti fundist framandi. Ef þú þarft að nota framandi hugtak, gamla mælieiningu eða nefnir biblíupersónu eða siðvenju skaltu gefa nánari skýringar.